Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Qupperneq 29
mannamyndir sigurðar málara
35
Þjóðminjasafnsins 1833—1858 [Rv. 1958]. 3) Ópr. skrá Mannamyndasafns. 4)
A miða sem fylgir mynd af Ásgeiri á Þingeyrum (Mms. 4297) segir um frum-
myndirnar: „Báðar í eigu Guðjóns Jónssonar frá Leysingjastöðum ...“
46 Jón Samsonarson1) (1794—1859) bóndi, alþingismaður, Keldudal.
Teikning, gerð með bleki (tusch), 9 X 10.4 cm, í Myndabókinni. Und-
ir myndinni stendur: S G 18U9. Jón Samsons-
son, og neðar á blaðinu: i Mai. Blaðið sem
myndin er á virðist hafa verið rifið úr bókinni
og orðið viðskila við hana, en verið límt inn aft-
ur. Aftan á bókarblaðinu stendur með hendi
Matthíasar Þórðarsonar: ,,Þetta blað gaf safn-
inu Daníel Daníelsson 31.1. 1924“. Ferill þess-
arar myndar gæti því verið áþekkur og penna-
teikningarinnar af Daða Níelssyni (sjá þar) sem
getið er hér að framan (nr. 11 í skránni).
Þessa mynd gerði Sigurður heima í Skaga-
firði áður en hann fór utan til náms, en Jón var einn helsti velunnari
og styrktarmaður hans.
3) Hann sjálfur og samtíðarmenn hans rita einlægt Samsonsson.
47 Jón Steinsson Bergmann (1696—1719) læknir. Pennateikning,
litborin, í Myndabókinni. Myndin tekur næstum yfir heila síðu
í bókinni, en blaðstærð er sem áður segir 33.5 X
20 cm. Undir myndinni stendur: 18U9 Jón Steins-
son, Læknir.
Myndin er teiknuð eftir olíumálverki, sem nú
er í Þjóðminjasafni (Mms. 24, áður Þjms.
3120). Sú mynd kom til safnsins 9.10. 1888, en
var áður í Hólakirkju1) og hefur Sigurður gert
eftirmyndina þar. Hún er ekki nákvæm og
fremur viðvaningsleg.
1) Sbr. Sigurður Vigfússon, Rannsóknarferð um Húna-
vatns og Skagafjarðar sýslur 1886. Árbók hins íslenzka
fornleifafélags 1888—1892 (Rv. 1892), bls. 102.
48 Jón Aðalsteinn Sveinsson (1830—1894) kennari. Olíumálverk á
striga, 65 X 55 cm, árituð í hægra horni að neðan, lóðrétt: Sigur&r
GuSmundsson 1857. Gerð á Kaupmannahafnarárunum.1)
Eign Listasafns Islands (nr. 614). Keypt til safnsins 25.9. 1940 af