Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 31
mannamyndir sigurðar málara
37
50 Jón Thorarensen (1830—1895) prestur, Stórholti. í æviminn-
ingu sinni um Sigurð málara telur Helgi E. Helgesen1) mynd af sr.
Jóni Thorarensen í Stórholti meðal olíumálverka þeirra sem Sigurður
gerði á Hafnarárunum, en sr. Jón var þar þá við nám. 1 uppskrift frá
8. sept. 1874 um eftirlátna muni Sigurðar er nefnd „Olíumynd af J.
Thorarensen“, metin á 10 rd.2) Á uppboðsþinginu 9. des. 1874 er
hún seld á 10 rd. 3 sk. Kaupandi er Egill Egilsson, en ekki er hennar
getið meðal eftirlátinna muna hans.3) I óprentaðri minnisgrein með
hendi Matthíasar Þórðarsonar, dags. 6.10. 1907,4) er hún talin meðal
þriggj;i málverka sem hafi verið hjá Jóni ritstjóra Guðmundssyni. 1
greininni segir: „Mynd af Jóni Thórarensen presti ... var seld á upp-
boði (eptir Sig. Guðm?) og veit jeg ekki hvar hún er niður komin, —
og ekki vita þeir Lárus og Jón, synir Jóns Thór, það heldur.“ Myndin
er gerð 1854. I bréfi5) til Helga Hálfdánarsonar, dags. 29. sept.
1854, segir Sigurður: „ . . . til að æfa mig hefi eg málað Jón Thorar-
ensen í fullri stærð með olíulitum .. . eg er nærri búinn með þá
mind ...“
Hér er litlu við að bæta. Það er skemmst af að segja að þrátt fyrir
rækilega eftirgrennslan hefur afkomendum sr. Jóns aldrei tekist að
verða neins vísari um afdrif myndarinnar.6) Ekki er heldur kunnugt
una neina ljósmynd af henni.
Álit matsmanna bendir til að myndin af Jóni hafi verið sambæri-
leg við málverkið af Jóni Aðalsteini Sveinssyni (sjá þar), því að hún
er virt til jafns við það.
O Helgi E. Heigesen, op. cit., bls. 5. 2) Uppskripta- og virðingar-bók, Þjskjs.
XXIII, 1, bls. 176. 3) Uppboðsbók 1873—1875, Þjskjs. XXIV, 13, bls. 209. Skipta-
réttarbók 1891—1903, Þjskjs, XXIX, 10, bls. 173. 4) 1 syrpu Sigurðar málara í
Þjóðminjasafni. c) 1 Þjóðminjasafni. ®) Sbr. samtal við sr. Jón Thorarensen, fv.
prest í Nessókn, 6. okt. 1976.
51 Jón Thorlacius (1816—1872) prestur, Saur-
bæ, Eyjafirði. Hér að framan hafa verið færðar
bkur fyrir því að Sigurður hafi gert teikningu
af sr. Einari H. Thorlacius (sjá þar), föður
Jóns. 1 Þjóðminjasafni eru nokkrar ljósmyndir
(Mms. 2463, 3633, 3779, 4384, 6981) sem benda
til þess að Sigurður hafi einnig gert mynd af
Jóni. Þetta eru ljósmyndir af teikningu sem
hefur borið sterkan svip af myndum Sigurðar,
en ekki verður greind áritun sem gæti skorið
Ur um höfund. Aldur sr. Jóns á myndinni