Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 33
mannamyndir sigurðar málara
39
Sigurð og þá væntanlega myndina frá 1854, sem hann á sjálfur, þ. e.
Þ. & Þ. Th. 162. Samt sem áður verður samkvæmt framansögðu að
telja talsverðar líkur til að Sigurður hafi gert tvær teikningar af
Jóni, aðra 1853, fyrirmynd steinprentsins í kvæðabókinni, og hina
1854, þá sem Þorvaldur átti og nú er í Þjóðminjasafni. Sennilegast
er að Jón Thoroddsen hafi sjálfur átt þá mynd og Þorvaldur eignast
hana eftir föður sinn.
Að lokum skal þess getið að varðandi myndina í kvæðabókinni tek-
ur Gröndal í sama streng og Þorvaldur því að hann segir: „— mynd-
in framan við kvæðin hans er illa gerð og afskræmd,“4) og verður að
taka mark á orðum hans því að þeir Gröndal og Jcn voru vel kunn-
ugir.
B Gert hjá Em. Bærentzen & Co lith. Inst. í Kaupmannahöfn. -) Jcn Thórodd-
sen, Kvæði (Kh. 1871), bls. VI. 3) Þorvaldur Thoroddsen, Minningabók. Safn
Kræðafjelagsins um ísland og íslendinga I—II (Kh. 1922—23), I, bls. 56. 4) Bene-
dikt Grondal (Sveinbjarnarson), op. cit., bls. 403.
53 Jónas Hallgrímsson (1807—1845) skáld. Blýantsteikning, 26.9 X
22.5 cm. Á myndina er ritað neðan til fyrir miðju: Sigurðr Gu<hn.
eptir frum m. Helga Sigur&ssonar og lýsing
1860. Myndin má heita vel varðveitt. 1 gömlum
ramma undir gleri. Eins og áritunin ber með
sér er teikningin gerð eftir alþekktri mynd sem
Helgi Sigurðsson, síðar prestur á Melum, gerði
af Jónasi látnum,1) sú mynd er nú eign Þjóð-
uiinjasafns, Mms. 7157. Mynd Sigurðar er einn-
í eigu Þjóðminjasafns, kom þangað 16.5.
1917, skráð Mms. 978, keypt af Þuríði Sigurðar-
dóttur, sem er án efa sonardóttir Jóns ritstjóra
Guðmundssonar, og síðasti eigandi myndanna af
Hólmfríði Þorvaldsdóttur og Jóni Guðmundssyni (sjá þar). Jón var
eins og víða kemur fram vinur og velgerðamaður Sigurðar málara
°g nægir það til skýringar á því að hann og afkomendur hans áttu
uiyndina.
Eftir Ijósmynd af þessari teikningu Sigurðar mun gert steinprent-
ið framan við útgáfu Bókmenntafélagsins frá 1883 á ritum Jónasar.2)
En frá því steinprenti eru runnar flestar myndir af Jónasi, sem síðan
hafa birst. . : , |