Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 35
mannamyndir sigurðar málara 41
56 Kristján „prófastur“? Blýantsteikning, 16 X 9.6 cm. Á blaðið
undir myndina er skrifuð þessi torskilda klausa: Kristján prófastur,
nýja kuntnagler, kúalubbinn eyja, kíbóníti;.
Aftan á blaðinu stendur með rithendi Matthías-
ar Þórðarsonar: „Flakkari, sem tónaði eptir
öllum prestum og því kallaður prófastur, fór
kringum Breiðafjörð. Varð síðast úti.“ Eftir
þessu gæti myndin verið gerð í Breiðafjarðar-
ferðinni 1858.
Þessi litla teikning fylgdi syrpunni frá sr.
Pétri í Grímsey.
57 Kristján Jónsson (1842—1869) Fjallaskáld. Framan við frum-
útgáfuna af ljóðmælum Kristjáns er mynd sem gerð er eftir teikn-
ingu Sigurðar málara því að þar stendur prent-
að neðst á myndinni: Sigurðr Gu'ömundsson ept-
ir Ijósmynd. tJtgefandinn, Jón Ölafsson, gerir
svofellda grein fyrir myndinni: „— Mynd höf-
undarins sem með fylgir, er gjörð af Siguröi
niálara Guömundssyni eptir ljósmynd, er
Tryggvi Gunnarsson hafði tekið með hliðsjón af
öðrum ljósmyndum, hún er grafin á stein og
prentuð í Höfn hjá „Em. Bærentzen & Co.““
I Mannamyndadeild Þjóðminjasafns er til eitt
eintak af þessu steinprenti (Mms. 18412), sem
hefur líklega eins og algengt var komið út sérprentað í nokkru upp-
lagi og verið til sölu. Ljósmyndin sem teiknað er eftir virðist vera af
sömu gerð og Mms. 5527 eða 7351.
Ökunnugt er um hvað orðið hefur af frumteikningu Sigurðar sem
hann hefur ugglaust búið til gagngert vegna útgáfunnar.
1öT-iit Kristjáns Jónssonar ... Fyrri partur: Ljóðmæli (Rv. 1872), bls. XXI.