Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 38
44
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
61 Lárus Thorarensen (1799—1864) sýslumaður, Enni. Blýants-
teikning, 20 X 16.5 cm. Áritun í vinstra horni að neðan, á ská: Sig-
urðr Guðmundsson 1856. Ljós rakablettur hægra
megin. Öll virðist myndin farin að dofna nokkuð,
einkum ofan til. 1 nýlegum gylltum 4 cm br.
ramma undir gleri. Ramminn er sams konar, og
frágangur allur áþekkur, og á myndinni af Elínu
Thorarensen sem að framan getur.
Myndin er eign Byggðasafns Skagfirðinga í
Glaumbæ, skráð nr. 643. Um uppruna hennar og
feril skal að öðru leyti vísað til greinar nr. 14
hér að framan (sjá Elín Thorarensen).
62 Ludvig A. Knudsen (1822—1896) verslunarmaður, Reykjavík.
Blýantsteikning, 30 X 22 cm. Áritun í vinstra horni niðri, nokkuð á
ská: Sigurðr Guðmundsson 1858. Heldur blökk,
með nokkrum rakaflekkjum neðan til. Hefur
rifnað út við jaðar blaðsins vinstra megin. 1
gömlum ramma undir gleri. Myndin er að lík-
indum gerð í Reykjavík eftir heimkomu Sig-
urðar.
Myndin er nú í eigu Þjóðminjasafns, skráð
Mms. 28207, var keypt 13.6. 1973 af Þorvaldi
Ólafssyni frá Arnarbæli, en hann var sonur
Lydíu, dóttur Ludvigs.
63 Magnús Blöndal Björnsson (1830—1861) sýslumaður, Selalæk.
Blýantsteikning, 20 X 16 cm. Áritun að neðan til vinstri, á ská: Sig-
urör Guömundsson Í85U. Myndin er flekkótt og
nokkuð skemmd af raka. Gerð á námsárunum í
Kaupmannahöfn er þeir Magnús og Sigurður
voru þar samtíða.
Myndin er eign Þjóðminjasafns, kom þangað
14.6. 1919, gjöf frá Magnúsi Blöndal bókara í
Reykjavík. 1 skránni er gefandinn sagður bróð-
ursonur Magnúsar sýslumanns.1)
J) Óprentuð skrá Mannamyndasafns. E.t.v. Magnús
(1862—1927), sonur Gunnlaugs Blöndal sýslumanns.