Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Qupperneq 40
46
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
65 Magnús Stephensen (1762—1833) konferensráð. Pennateikning-,
um 15 X 14 cm, í Myndabókinni. Neðan til vinstra megin stendur:
Sigurdur Gudmundsson 1848 og neðan við: i
December og síðan: M. Stephensen, stæling á
rithendi Magnúsar.
Myndin er án efa teiknuð eftir myndinni
framan við 6. árg. Nýrra félagsrita 1846,x) en
hún er gerð eftir alkunnu steinprenti frá Em.
Bærentzen & Co lith. Inst. (sbr. t. d. Mms. 57,
3067, 18410), en það er aftur gert eftir mál-
verki Christians Albrechts Jensen frá 1826.2)
B Sbr. Páll Briem, op. cit., bls. 4. 2) Ferðarolla, Magnús-
ar Stepliensen (Rv. 1962), bls. 146, 164.
66 Magnús Stephensen (1797—1866) sýslu-
maður, Vatnsdal. 1 Mannamyndadeild Þjóð-
minjasafns eru til allmargar Ijósmyndir af
teikningu (Mms. 1150, 2450, 3292, 3345, 5709,
16073, 25169) og minna þær töluvert á gamlar
myndir af blýantsteikningum Sigurðar. Þessar
ijósmyndir eru þó fullsmáar og óskýrar til að
handbragðið verði greint með vissu, og ekki sker
áritun úr um höfund. Samt ætti ekki að vera
fráleitt að ímynda sér að Sigurður hefði teiknað
frummyndina.
r i
# Á
< (i-'/rh' ui.t
/iy
67 Magnús Stephensen Hannesson (1832—1856) stud. jur. Blýants-
teikning, 27 X 19.7 cm. Engin áritun er á myndinni en höfundarein-
kenni Sigurðar ótvíræð. Fremur blökk en má
heita óskemmd. 1 gömlum ramma undir gleri.
Myndin er án efa gerð í Kaupmannahöfn, þegar
báðir voru þar samtímis við nám.
Myndin er eign Þjóðminjasafns, skráð Mms.
4415. Hún kom til safnsins 23.2. 1927, gjöf frá
Soffíu Claessen, f. Jónassen. Móðir gefandans,
Þórunn Jónassen, var dóttir Guðrúnar, f. Step-
hensen, systur Magnúsar.