Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 42
48
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Myndin er eig’n Þjóðminjasafns. Keypt 17.5. 1917 af Guðbrandi
Jónssyni, sögð fengin frá Jóhönnu Hafliðadóttur úr Svefneyjum,
þá búsettri á Patreksfirði. Skráð Mms.
979.
Ættartengsl voru með Jóhönnu Hafliðadóttur
og konu sr. Ólafs, Jóhönnu Friðriku Eyjólfs-
dóttur (Jóhanna Friðrika var afasystir hennar
í móðurætt). Ekki er augljós nein skýring á
því hvers vegna myndin varðveittist ekki með-
al afkomenda sr. Ólafs.
Eftir þessari mynd er líklega gert stein-
prentið af sr. ólafi frá H. Druwe Lithogr. An-
stalt, Altona (sbr. Mms. 974).
D Verður ekki mæld nákvæmlega vegna frágangs við innrömmun.
72 Páll Melsteð (1791—1861) amtmaður. Blýantsteikning, spjald-
stærð 29 X 24 cm.1) Árituð í vinstra horni að neðan: Sigurðr Gu'ð-
mundsson 1858. Vel varðveitt. 1 ramma undir
gleri. Án efa gerð í ferð Sigurðar um Breiða-
fjörð, en þá var Páll amtmaður í Vesturamti og
sat í Stykkishólmi.
Myndin er eign Þjóðminjasafns, skráð Mms.
10614. Hún barst safninu 14.5. 1942, dánargjöf
frá Sigríði Thorarensen Vigfúsdóttur. Ragn-
heiður, móðir gefandans, var dóttir Páls amt-
manns (sjá ennfr. Hallgrímur Melsteð).
') Frágangur innrömmunar torveldar nákvæma mælingu.
73 Páll Ólafsson (1827—1905) skáld. Blýants-
teikning, spjaldstærð 29.7 X 22.7 cm.1) Áritun
í vinstra horni að neðan, á ská: Sigurðr Guð-
mundsson 1867. Vel varðveitt, óverulegir flekkir
hér og hvar. 1 ramma undir gleri. Myndin er lík-
lega gerð í Reykjavík, en Páll sat á Alþingi árið
1867. Þetta mun vera seinasta andlitsmynd Sig-
urðar sem tímasett verður.
Eigendur Bj örn og Einar Kalman, sonarsynir
Páls Ölafssonar, þeir eignuðust myndina eftir
systur sínar, Helgu og Hildi.-) Myndin var falin
Þjóðminjasafni til varðveislu 17.9. 1976.3)