Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 44
50
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
77 Sesselja Þórðardóttir Thorberg (1834—1868) húsfreyja, Reykja-
vík. 1 Mannamyndadeild Þjóðminjasafns eru fimm ljósmyndir (Mms.
880, 1118, 3101, 4879 og 10157) af sömu teikn-
ingu. Um eina þeirra, Mms. 1118, segir Matt-
hías Þórðarson:1) „Virðist gerð eptir teiknaðri
mynd, sennilega eptir Sig. Guðmundsson."
Hér er líklega um einbera ágiskun að ræða.
Vel getur það staðist tímans vegna að Sigurður
hafi gert mynd af Sesselju. Hins vegar benda
ljósmyndirnar tæplega til þess að frummyndin
hafi borið höfundareinkenni Sigurðar.
*) Óprentuð skýrsla Mannamyndasafns 5.6. 1917, nm.
78 Sigríður Arnljótsdóttir (1860—1863). Blýantsteikning, 29.3 X
23.6 cm. Engin áritun, en handbragð Sigurðar ótvírætt. Nokkuð
blettótt, m.a. hefur blekklessa lent aftan á mynd-
blaðinu og drepið í gegn. Þá hefur blaðið verið
brotið saman og myndin skemmst við það.
Þessi mynd er nr. 18 í bók sr. Jóns Auðuns um
Sigurð málara og þar sögð vera af Jóhönnu
(eldri) Arnljótsdóttur, frú í Kaupmannahöfn.1)
Myndin kom til safnsins 6.9. 1921 og ber
skráningarnúmerið Mms. 2431. Við komuna
skrásetur Matthías Þórðarson myndina á þessa
leið: „Sigríður Arnljótsdóttir, Ólafssonar, (og
Ingibjargar . . .) frumteikning eptir Sig. mál-
ara Guðmundsson; sögð vera ein af allrafyrstu myndum hans eptir
að hann kom til Reykjavíkur frá Kaupmannahöfn; — kornung
stúlka, hálfsystir gef.“-) Á bakhlið myndblaðsins hefur Matthías
skrifað sömu upplýsingar með lítið eitt frábrugðnu orðalagi. Gefandi
myndarinnar er skráður Einar Vigfússon bakari í Stykkishólmi, sem
hefur samkvæmt þessu verið sammæðra Sigríði.
I safnskrána hefur einhver (þó ekki Matthías) krotað með blýanti
fyrir ofan nafn Sigríðar: Johanna? og í eyðuna innan sviganna:
Einarsdóttur.
Þessi leiðrétting í skránni og Jóhönnunafnið í myndaskránni hjá
sr. Jóni Auðuns geta valdið efasemdum um að rétt sé íarið með
nafn stúlkunnar sem myndin er af. Auðvitað er að óreyndu afar lítil
ástæða til að véfengja að Einar Vigfússon hafi farið rétt með nafn