Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Qupperneq 46
52
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
talin: „Olíumynd af Sig. Guðm. sjálfum (tilkall frá Jóni Guðmunds-
syni).“ Myndin er virt á 10 rd. Á hverju sem Jón ritstjóri hefur
byggt tilkall sitt, þá virðist svo sem hann hafi
eignast málverkið, og eftir hans dag Sigurður
fangavörður, sonur hans, því að hann selur
Forngripasafninu myndina 31.12. 1905. Hún
var upphaflega skrásett Þjms. 5308, síðar end-
urskráð Mms. 40. Matthías Þórðarson kveðst
hafa hreinsað hana 1908 og látið innramma, og
mun hún enn vera í þeirri umgerð.3)
Tréstungan (xylographi) eftir H. P. Hansen,
sem er framan við æviágrip Sigurðar í Andvara,
15. árg. 1889, er gerð eftir málverkinu.
og yirðingar-bók, Þjskjs. XXIII, 1, bls. 176. 3) Ópr. skrá Þjms.
i) Helgi E. Helgesen, op. cit., bls. 5; Páll Briem, op. cit., bls. 6. 2) Uppskripta-
80 Sigurður Guðmundsson málari. Blýants-
teikning, 14.8 X 12.1 cm, límd á móleitt blað,
22.1 X 18 cm. 1 neðra horni hægra megin stend-
ur: 1852. Samkvæmt því, svo og aldri Sigurðar
á myndinni, er hún frá námsárunum í Kaup-
mannahöfn.
Myndin er eign Þjóðminjasafns, ótölusett,
fylgdi áðurnefndri syrpu frá sr. Pétri í Grímsey.
81 Sigurður Guðmundsson málari. Blýants-
teikning (vangamynd) á kringlóttu blaði, 8.4
cm í þvermál, nú í kringlóttum renndum ma-
honíramma, 11.4 cm að þvermáli.
Myndin er ekki tímasett, en teiknuð af svo
miklu öryggi að hún hlýtur að vera gerð eftir
að Sigurður var búinn að læra mikið. Utlit hans
bendir hins vegar til yngri ára, langlíklegast er
að myndina hafi hann gert í Kaupmannahöfn á
námsárunum.
Teikningin er eign Þjóðminjasafns og barst