Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 47
mannamyndir sigurðar málara
53
því að gjöf 14.12. 1925 frá Katrínu Magnússon, ekkju Guðmundar
prófessors Magnússonar. Skráð í Mms. nr. 4281.
Frændsemi var að öðrum og þriðja með þeim Sigurði málara og
prófessor Guðmundi (Sigurður og Ingibjörg frá Vindhæli, móðir
Guðmundar, voru bræðrabörn).
Eftir þessari teikningu eða réttara sagt ljósmynd af henni var
gerð mynd á minnispeningi sem sleginn var í tilefni af aldarafmæli
Þjóðminjasafnsins 1963. Þessa mynd virðist Guðmundur Einarsson
frá Miðdal einkum hafa haft til hliðsjónar við gerð styttu sinnar
(brjóstmyndar) af Sigurði sem nú er í Þjóðminjasafni.
82 Sigurður Guðmundsson málari. Pennateikning, 4.8 X 3.6 cm, í
handriti Sigurðar, sem ber fyrirsögnina: „Hvað veldur því að sér-
stakir búningar myndast hjá hinum ýmsu þjóð-
um.“ Líklega minnisgreinar að erindi í Kvöld-
félaginu.1) Myndin er prentuð í bók Jóns Auð-
uns, nr. 21, bls. 93.
‘) Handritið er í syrpu Sigurðar í Þjóðminjasafni.
83 Sigurður Guðmundsson málari. Blýantsteikning, spjaldstærð
34.5 X 30 cm.1) Áritun engin. Myndin er vel varðveitt, þó sjást á
blaðinu óverulegir móleitir flekkir. Myndin er
undir gleri, í gegnskornum tréramma með
gifsflúri, virðist hann gamall. Sjálfsmynd þessi
er sögð hafa verið gerð á Hafnarárum lista-
Mannsins, líklega snemma; eftir æsku hans að
dæma varla miklu seinna en um 1850.
Eigandi er Hólmfríður R. Árnadóttir, Reykja-
vík og er myndin erfðagripur. Sigurður málari
gaf hana Hólmfríði Björnsdóttur Þorvaldssonar.
Hún var bróðurdóttir Hólmfríðar, konu Jóns
Guðmundssonar, og ólst upp hjá þeim hjónum.