Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 48
54
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Hún giftist seinna Ölafi Rósenkranz leikfimiskennara og háskólarit-
ara. Þeirra dóttir var Hólmfríður Rósenkranz veitingakona, sem næst
eignaðist myndina. Hjá henni ólst upp Katrín Ólafsdóttir, síðar kona
Árna Péturssonar læknis, en þau eru foreldrar núverandi eiganda
myndarinnar.1)
!) Verður ekki mæld nákvæmai' vegna frágangs við innrömmun. 2) Upplýsingar
um feril myndarinnar gáfu þær mæðgur, Katrín Ólafsdóttir og Hólmfríður R.
Árnadóttir, í sept. 1977.
84 Sigurður Guðmundsson málari. Hópmynd (blýantsteikning) sjá
Jón Aðalsteinn Sveinsson, nr. 49.
85 Sigurður Johnsen (1811—1870) kaupmaður, Flatey. Til er í
Mannamyndadeild Þjóðminjasafns Ijósmynd af teikningu (Mms.
19962) af Sigurði Johnsen.1) Því miður er ljós-
myndin ekki nógu skýr til að höfundareinkenni
frummyndarinnar verði greind með fullri vissu,
en freistandi er að ímynda sér að Sigurður mál-
ari hafi teiknað hana, ekki síst fyrir það að hann
dvaldist í Flatey 1858 cg gerði myndir af fyrir-
íölki þar. Aldur Sigurðar Johnsen á myndinni
getur sem best komið heim við þann tíma.
O Svipuð ljósmynd er til í einkaeign.
86 Sigurður Thorgrímsen (1782—1831) landfógeti. Blýantsteikn-
ing, 30 X 22.4 cm. 1 vinstra horni að neðan, á ská, er skrifað: S. M.
Holm 1815, en í hægra horni að neðan, á ská:
Sigurðr GuSmundsson 1860. Undir myndinni
miðri stendur skrifað: S Thorgrimsen, stælt eftir
rithendi hans. Myndin er í ramma undir gleri.
Allvel varðveitt, þó með smáblettum hér og hvar.
Eins og fram kemur af ofangreindri áritun
er fyrirmyndin teikning eftir Sæmund Magnús-
son Hólm. Sú mynd er nú glötuð og teikningar
Sigurðar eina heimild um hana.1)
Myndin er eign Þjóðminjasafns, upphaflega
skráð Þjms. 4525, endurskráð Mms. 37. Barst