Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 49
mannamyndir sigurðar málara
55
safninu 27.12. 1898, að gjöf frá Sigurði fangaverði Jónssyni. Jón rit-
stjóri Guðmundsson faðir hans hefur líklega átt þessa mynd, hvernig
sem hann hefur eignast hana.
Einhver Sigurður Einarsson skrifar Sigurði málara frá Kaup-
mannahöfn 8.7. 1860 og virðist sárgramur honum yfir vanefndum
á loforði um að gera tvær myndir ,,af S. sál. Thorgrimsen." Kemur
fram að „Frú Melsted" hefur átt að fá aðra myndina og er þar lík-
lega átt við Önnu Sigríði, konu Páls amtmanns. Hina myndina hefur
átt að senda bréfritaranum til Kaupmannahafnar, og er hann jafn-
framt að krefja Sigurð um „Originalinn“, en þar gæti verið átt við
hina glötuðu frummynd Sæmundar M. Hólm. „Frú Melsted“ hefur
líklega að lokum fengið sína mynd, sbr. nr. 87 hér á eftir, og vonandi
hefur þessi mynd einnig komist í réttar hendur áður en lauk.
H Mattliías Þórðarson, íslenzkir listamenn (Rv. 1920), bls. 44.
87 Sigurður Thorgrímsen landfógeti. Blýantsteikning, 34.7 X 27.5
cm. Mjög lík Mms. 37 (nr. 86 í þessari skrá), en skýrari, áreiðan-
lega gerð eftir sömu frummynd Sæmundar M.
Hólm. Engin áritun er á þessari. Rifnað hefur
upp í myndina hægra megin og rifan verið límd
saman. Að öðru leyti vel varðveitt.
Myndin er eign Þjóðminjasafns, skráð Mms.
10621. Barst safninu 14.5. 1942, dánargjöf frá
Sigríði Thorarensen sem einnig ánafnaði safn-
inu myndirnar af Hallgrími og Páli Melsteð.
I greinunum um myndir nr. 30, 72 og 86
hér að framan kemur fram eðlileg skýring á því
hvers vegna þessi mynd var í eigu Sigríðar.
88 Skúli Sívertsen (1835-1912) bóndi, Hrapps-
ey. Blýantsteikning, 21 X 16 cm. Árituð í
vinstra horni að neðan, á ská: S G 185U. Mynd-
in er öll fremur blökk og blettótt ofan til. 1 göml-
um ramma undir gleri. Gerð í Kaupmannahöfn,
en Skúli var þar veturinn 1853—54.1)
Myndin er eign Þjóðminjasafns, skráð Mms.
4279. Kom til safnsins 14.12. 1925, gjöf frá
Katrínu Magnússon, dóttur Skúla.
x) Þorvaldur Thoroddsen, op. cit., bls. 37.