Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 50
56
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
89 Solveig Eiríksdóttir (1780—1868) „Lúsa-Solveig“. I bók sinni
um Sigurð málara segir sr. Jón AuSuns frá því að einhvern tíma á
sumrinu 1856, þegar Sigurður var í heimsókn hjá móður sinni og
systrum í Hofdölum, hafi „Lúsa-Solveig“ verið þar stödd. Sr. Jón
segir: „Meðan hún var að borða úr aski, dró hann upp mynd henn-
ar, sem þótti meistaralega lík, en er nú glötuð eins og margar aðrar
myndir hans."1)
1 mannamyndasafni Þjms. (Mms. 176) er til mynd af Solveigu. Sú
mynd kom í safnið 1912 og er blýantsteikning litskreytt, sögð vera
eftir Sigfús Sigurðsson mállausa. Á þeirri mynd heldur hún á aski
í vinstri hendi og er að borða úr honum með spæni. — Tveggja ann-
arra mynda af Solveigu er getið. Vigfús nokkur Jónsson „vanalega
kallaður mállausi,“ vinnumaður á Munkaþverá, er sagður hafa teikn-
að „með litum mynd af Solveigu Eiríksdóttur, þar sem hún er að
borða úr aski.“ Sagt er að Jón Borgfirðingur hafi eignast þá mynd
og hún glatast í Akureyrarbrunanum mikla 1901. Sams konar mynd,
en óvandaðri var enn til á Munkaþverá 1947 og hefur hún birst á
prenti.-) Ekki er beinlínis tekið fram að Vigfús „mállausi“ hafi gert
þá mynd, en helst er svo að skilja.
Myndin í Þjóðminjasafni (Mms. 176) og myndin sem prentuð er
eftir þeirri á Munkaþverá eru mjög áþekkar og ber lítið á milli. Öll-
um fjórum myndunum af Solveigu er sameiginlegt að hún er „að
borða úr aski.“ Einnig er tveimur höfundanna sameiginlegt að þeir
eru sagðir „mállausir“. Þetta bendir til að eitthvað kunni liér að hafa
skolast til, en á hvern veg er ekki gott að segja. En að minnsta kosti
er engin freisting að eigna Sigurði málara myndina nr. 176 í Manna-
myndasafni, til þess er hún of viðvaningslega gerð.
i) Jón Auðuns, op. cit., bls. 18. Heimildar ekki getið. 2) [Jónas Rafnar], Þáttur
af Solveigu EiríkscLóttur (Lúsa-Solveigu) (Ak. 1947), bls. 29—30, þátturinn án
myndarir.nar er endurpr. í Eyfirzkum sögnum (Rv. 1977), bls. 201—227.
90 Stefán Eiríksson (1817—1884) bóndi, alþingismaður, Árnanesi.
Blýantsteikning, 28.8 X 22.5 cm. Áritun í vinstra horni að neðan, á
ská: Sigurðr Guömundsson 1859. Vel varðveitt, nokkrir smáblettir þó
hér og hvar. Eftir ártali að dæma gerð í Reykjavík, en Stefán sat á
Alþingi um það leyti.
Myndin er eign Þjóðminjasafns, skráð Mms. 23046. Barst safn-
inu 2.7. 1963 að gjöf frá Lovísu Eymundsdóttur, Dilksnesi, Horna-
firði, en Stefán var afi hennar. Á blaði, sem fylgt hefur myndinni,