Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 52
58
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
93 Steingrímur Thorsteinsson rektor, skáld. Iíópmynd (blýants-
teikning) sjá Jón Aðalsteinn Sveinsson, nr. 49.
94 Steinn Jónsson (1660—1739) biskup. Pennateikning litborin,
20.5 X 15.2 cm, í M'yndabókinni. Undir myndinni stendur: 181+9
Steirn Jónsson, biskup. Fyrirmynd Sigurðar er
án efa olíumálverk sem var í Hólakirkju1) en
er nú í Þjóðminjasafni, upphaflega skráð Þjms.
3118, endurskráð Mms. 23. Eftirmynd þessi er
miðlungi nákvæm og viðvaningslega gerð.
] ) Sigurður Vigfússon, Rannsóknarferð um Húnavatns
og Skagafjarðar sýslur 1886. Árbók hins íslenzka forn-
leifafélags 1888—1892 (Rv. 1892), bls. 101—102.
95 Sveinbjörn Egilsson (1791—1852) rektor. Blýantsteikning, 30 X
23 cm. Áritun engin, en höfundareinkenni Sigurðar glögg. Myndin
er mjög vel varðveitt og í vandaðri umgerð sem
sögð er vera hin upprunalega.
Um þessa mynd segir Matthías Þórðarson:
„Hjá Þorsteini Egilson í Hafnarfirði er teikning
af föður hans, Svb. Eg. eftir S. G. teiknuð eftir
,,Daguerrotypi“ og segir Þorst. að hún sé
hreint ágæt."1)
Af bréfaskiptum Jóns Árnasonar og Jóns
Sigurðssonar 1855—56 kemur fram að Jón
Sigurðsson hefur liaft milligöngu um að fá
mynd teiknaða og stungna eftir ljósmynd sem
ekkja Sveinbjarnar átti og send var til Kaupmannahafnar í þessu
skyni.2) Tilefni þess var útgáfa á kvæðum Sveinbjarnar, sem Jón
Árnason vann þá að ásamt fleirum og út kom 1856. Ljósmyndin sem
er fyrirmynd teikningarinnar er sólmynd af elstu gerð (daguerro-
typi), nú varðveitt í Þjóðminjasafni, skráð Mms. 86. Henni er mjög
dyggilegt fylgt, enda viðurkennir Jón Árnason að teikningin sé góð,
þótt hann hafi bersýnilega ekki verið allskostar ánægður með ljós-
myndina. Þetta kemur t. d. fram í því sem segir um myndina í for-
mála Ljóðmælanna: „Að því leyti hefir myndin, sem hér fylgir með,