Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 56
62
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
x) Sbr. t. d. Mms. 953, sem er sögð vera frá 1860. 2)
Sbr. skrá Mms. um nr. 7871.
101 Þorvaldur Sívertsen (1798—1863) bóndi, Hrappsey. 1 manna-
myndadeild Þjóðminjasafns eru til 13 ljósmyndir eftir teikningu af
Þorvaldi.1) Engar heimildir um frummyndina
koma fram í skrám Mannamyndasafnsins, en
Matthías Þórðarson hefur þó verið þeirrar skoð-
unar að hún væri eftir Sigurð málara.2) Verður
þetta að teljast mjög sennilegt eftir svipmóti
myndarinnar, en áritun verður ekki greind á
ljósmyndunum. Er þá líklegast að frummyndin
hafi verið blýantsteikning, gerð í Breiðafjarðar-
ferð Sigurðar 1858.
102 Þuríður Sveinbjarnardóttir Kúld (1823—1899) húsfreyja, Flat-
ey. Blýantsteikning, 31 X 22.5 cm. Áritun í neðra horni til vinstri,
nokkuð á ská: Sigurðr GuðmuncLsson 1858.
Myndin hefur verið brotin saman og skemmst
við það. Nokkuð flekkótt og velkt. 1 nýlegum
ramma undir gleri. Gerð í Breiðafjarðarferðinni
1858, þá voru þau í Flatey, Þuríður og sr. Eirík-
ur Kúld maður hennar.
Myndin er eign Þjóðminjasafns, skráð Mms.
2084. Barst safninu 11.1. 1920 að gjöf frá Helgu
Gröndal Benediktsdóttur, komin úr eigu föður
hennar, Benedikts Gröndal skálds, bróður Þur-
íðar.