Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 57
HALLDÓR HALLDÓRSSON
UM ORÐIÐ VATN(S) KARL, FORM ÞESS,
MERKINGAR OG UPPRUNA
Ætlunin með athug'unum mínum á orðinu vatn(s)karl var í upp-
hafi sú að grafast fyrir um uppruna orðsins. En til þess að geta
það var vitanlega óhjákvæmilegt að athuga aldur þess og form, ekki
sízt í elztu handritum, sem það kemur fyrir í, svo og merkingar
orðsins og merkingarmið, þ. e. hverjir þeir hlutir voru, sem merking
þess vísaði til. Þetta hafði í för með sér, að athuga varð orð af sama
merkingarsvæði (Wortfeld). I grein þessari kennir því ýmissa grasa.
Þetta liggur í eðli verkefnisins, því að orðasaga og menningarsaga
geta hvorug án hinnar verið, ef öruggar niðurstöður eiga að nást.
Orðið vatn(s)karl er í fornum ritum notað í tveimur höfuðmerk-
ingum: 1) sem þýðing á lat. aqaarius um stjörnumerki, sem einnig
var kallað vatn(s)beri, 2) um vatnsílát til handþvottar, en einnig
undir drykkjarvatn. Allir munu vera sammála um, að í fyrri merk-
ingunni sé orðið tökumyndun, gerð eftir latneskri fyrirmynd sinni.1)
Um orðið í síðari merkingunni hefir ekki mikið verið skrifað frá
orðsögulegu sjónarmiði, en skoðanir virðast vera ósamstæðar. Verð-
ur þetta rakið síðar.
StjömumerkiS vatn(s)beri og vatn(s)karl.
Svo segja fróðir menn, að Islendingar hafi snemma fengið áhuga
á stjörnufræði og rímfræði. Hafa þeir, að því er virðist, tekið að
1) Hér er á ferðinni sú tegund tökumyndana (Lehnbildungen), sem kalla mætti
á íslenzku hálfþýðingu (Lehniibertragung). Þetta felur í sér, að aðeins hluti
erlends orðs er þýddur. Sem dæmi mætti nefna, þegar d. legemliggerelse (þ.
Verkörperung) er þýtt lílcamning. Af orðinu aquarius er aðeins fyrri hlutinn
þýddur orðrétt (aqua ,vatn’), en viðskeytið er þýtt með íslenzku orði. Tölcu-
þýðing (Lehnúbersetzung) eða alþýðing kallast það, þegar hver einstakur lið-
ur orðs í veitimáli er þýddur með samsvarandi lið í tökumáli, t.d. samvizka
úr lat. conscientia (eða mlþ. samwittichheit), af lat. con- ,sam-‘ og scientia
,vizka‘. Tökugerving (Lehnschöpfung) er hins vegar óháð hinni erlendu fyrir-
mynd að formi, t. d. bifreið, úr d. automobil, eða tölva, úr e. computer. Sjá
um þetta efni WBDeutsch, bls. 27—28 og HGLehnb, bls. 31 o. áfr.