Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 58
64
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
skrifa um þessi efni eigi síðar en á seinni hluta 12. aldar, og áhugi
á þessum efnum hélzt á 13. og 14. öld, eins og handrit bera með sér,
en sú saga verður ekki rakin hér.
Orðið vatnberi kemur fyrir í handriti, sem talið er meðal hinna
elztu íslenzku handrita, sem varðveitt eru: elzta hlutanum af GKS
1812, 4to:
Epte?' \>at gengr sol fyr vatnbera. me?'ke. Rím. 35.
Et óar-/gaðýr. oc Vatnbere. Rím. 36.
Orðin vatnberi, vatnberamerki og vutnsberamark koma einnig
fyrir í yngri handritum:
hit oarga dyr og oc vatnbere. Alfr. II, 56 (AM 625, 4to, frá 15.
öld), sbr. einnig Alfr. II, 123.
Efter þath gengr sol fyri vatnbera (aquarius) merke. Alfr. II,
56 (AM 625, 4to).
Nu gengr sol fyri vazbera marki. Alfr. II, 123 (AM 624, 4to, frá
15. öld).
Orðmyndin vatnberi virðist hafa glatazt, því að á síðai'i öldum
kemur aðeins fyrir myndin vatnsberi. OH hefir dæmi um hana frá
17. öld, t.d. ÞÞEnchir. E VIII v. (1671).
Orðinu vatnkarl skýtur upp um stj örnumerkið aquarius í handriti
frá miðri 14. öld:
I nerdri fiskr snyz til Andromedam, en en svdri til aquario, vatn-
kals. Alfr. II, 252.
Aquarius (vatn karl) er stadfestr milli fiska og hestz. Alfr. II,
252, sbr. 44Pr. 478.
Svannarst þeira stiornv marka er sia ma er [skotið inn í útg.]
vatn fall þat, er rennr or skiolv vatnkarls. Alfr. II, 254. *)
Vatnkarl eða vatnskarl í þessari merkingu kemur ekki fyrir í síðari
alda máli. Óþarft er, ef til vill, að taka fram, að þótt orðið vatn(s)-
karl um stjörnumerki komi ekki fyrir fyrr en í handriti frá því um
miðja 14. öld, getur orðið verið allmiklu eldra í málinu.
1) Þessir staðir eru í Alfræði prentaðir eftir GKS 1812, 4to. Ólafur Halldórs-
son handritafræðingur hefir borið þessa staði fyrir mig saman við handritið
og segir: „Orðið vatnlcarl er 1 þeim liluta handritsins sem er skrifaður um
1350 eða litlu fyrr. Á bl. 9r. 19 stendur ,Aquarius’, og yfir það orð á milli
lína er skrifað ,vatnkr’, en sömu bls., línu 13 er skrifað fullum stöfum ,vatn-
kals’ (Alfr. II 252. 15) og á bl. 9v. 8 ,vatnkarls’ (Alfr. II 254. 7).“ í Alfr.
II, CCXII, segir, að handritið, sem eftir er farið, sé með hendi frá 14. öld.