Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Qupperneq 59
UM ORÐIÐ VATN ( S ) KARL
65
Vatn(s)karl um vatnsílát.
Ef miðað er við skoðun útgefenda Fornbréfasafnsins á samning-
artíma máldaga, er fyrsti vatn(s)karlinn, sem um getur í máldögum,
kominn í Skarðskirkju á Skarðsströnd um 1259.
vatn karl felitill. D. I. I, 597.
En athuga ber, að hér er farið eftir handi'itinu Bps. A II 1 (áður
merkt Lbs. 268, 4to eða D 12), sem talið er skrifað 1601. Verður þvi
ekkert fullyrt um, hvort í frumhandriti hefir staðið vatnkarl eða eitt-
hvert annað orð svipaðrar merkingar( t. d. vatnlcer, vatnketill, vatn-
dýr o.s.frv.). En taka verður fram, að engin rök er hægt að færa á
móti því, að í frumskjalinu hafi staðið vatnlcarl. Það orð kann að hafa
verið til á 13. öld, þó að ég finni það ekki í handritum fyrr en á 14.
öld. Handrit máldaga, sem taldir eru frá 12. og 13. öld, eru mörg hver
ung, sum frá því um 1600. Orðið vatn(s)Jcarl er þó kunnugt úr nokkr-
um handritum frá 14. og 15. öld. Skulu nú rakin nokkur dæmi:
ok sua sem hann husbondinn sealfr eptir sinni hæuersku ok
manndoms maneri ptladi at gefa honum handlaugar ok hann
sneriz nockut sua i fra gestinum at taka uatnkarlinn. þa uar
sia hinn eini pilagrimr honum sua skiotliga horfinn. sem hann
ætladi handlaugina at gefa. Stjórn 153.
Textinn er prentaður eftir handritinu AM 226, fol., sem talið er
frá því um 1360—1370, sbr. Stefán Karlsson í EIMiF, vol. VII, bls.
20—21. I handritinu AM 227, foh, sem er talið aðeins eldra, stendur
á bl. 36 va. 15—16 ,uatn karlin'ra/, að sögn Ólafs Halldórssonar. Seip
segir í formálanum að ljósprentuðu útgáfunni: „AM 227 fol. is an Ice-
landic manuscript, which can be dated approximately 1350“ (Stjórn.
AM 227 Fol . . . with an Introduction by Didrik Arup Seip).
þa toko þer handlavgar vatzkarl ok mvnlavg af silfri gylldv gert.
ÓTM III, bls. 39.
Hér er vitnað í próförk, sem útgefandinn, Ólafur Halldórsson, lét
mér góðfúslega í té. Prentað er eftir AM 62 fol., frá því um 1375. 1
Flateyjarbók (I, 359) stendur á samsvarandi stað í sama þætti (Þætti
Helga Þórissonar) ,uazkall’, en það handrit er frá því um 1387. En í
AM 54 foh, frá því um 1600 er ,vatskall’, sbr. ÓTM III, 39 (neðan-
máls). Um aldur handritanna er farið eftir umsögn Ölafs Halldórs-
sonar.
Baru margir af þeira landi med ser vatnkarla ok vistir. Heilag.
II, 485.
5