Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 70

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 70
76 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS lenzkulegra nafn en vatnsteinn yfir það, sem á ensku var kallað ivaterstan(e).!) En ekki skal þetta fullyrt. Sama fyrirbrigði virðist vera „vatzker af steine“ í D. III, 260 í máldaga, sem talinn er vera frá því um 1371, en til er í uppskrift frá því laust eftir 1600. 3. Vatn(s)ker. Hér að framan er, undir grjótker, minnzt á tvo staði, þar sem fyrir kemur vatn(s)ker, og bæta mætti við þá upptaln- ingu, t. d. D. I. III, 268, úr máldaga, sem talinn er frá því um 1371 og prentaður er eftir AM dipl. afskr. 2110 „ex originali ... sem er transscriptum fra 12. Febr. 1412“. Einnig er ,vatnker‘ í D. I. I, 255 úr máldaga í'rá því um 1179, handrit um 1600. Allar líkur benda til, að vatn(s)ker sé tökuþýðing á vas aquarium, sem kemur fyrir þegar í klassískri latínu. 4. Mörg fleiri nöfn á vatnsílátum koma fyrir í máldögum. Skulu nú nokkur þeirra nefnd. Vatnskjóla., sbr. D. I. I, 255, í máldaga, sem talinn er frá 1179, en prentaður er eftir handriti frá því um 1600. Einnig kemur fyrir ósamsetta orðið skjóla (t. d. í D. I. II, 679). Ólík- legt er, að þetta ílát hafi verið notað í sama skyni og vatn(s)karl og þarf ekki að eiga neina erlenda fyrirmynd. Þá kemur fyrir orðið kanna (sbr. t. d. D. I. II, 682). Óvíst er, hvort kanna er tökuorð í nor- rænum málum, og ekkert virðist benda til, að það sé kirkjulegt töku- orð. Merkingarlega virðist það samsvara urceus í kirkjumálinu. Þá koma fyrir orðin horn og vatnshorn: horn ok handklæðe. D. I. I, 408 (Úr máldaga, sem talinn er frá því um 1220 og er prentaður eftir handriti frá því um 1600)). stockvill. vatzhorn. D. I. III, 515 (IJr máldaga frá því um 1394. Handrit frá því um 1639). Um horn og vatnshorn í íslenzkum máldögum hefir Oluf Kolsrud fleiri dæmi í Beretning, einkum bls. 29—30. Orðin vatnskjóla og horn benda til ákveðinnar lögunar, en könnur hafa vafalaust getað verið með ýmsu móti. Ýmislegt bendir til, að kanna og horn hafi verið notuð við handþvott, en ekki skal farið nán- ara út í þá sálma. 5. Vatnsketill. Orðið vatnsketill er mjög algengt í máldögum. Stundum kemur vatnslcetill fyrir í máldaga, án þess að minnzt sé á vatn(s)karl, og stundum kemur fyrir vatnskarl, án þess að minnzt sé á vatnslcetil. En hitt kemur líka fyrir, að sama kirkjan á bæði vatn(s)karl og vatn(s)lcetil. Þetta síðasta atriði virðist ótvírætt benda 1) Grjótker væri þá hálfþýðing úr enska orðinu, þannig að síðari hluti enska orðsins (stan(e), steinn, grjót) kæmi fram sem fyrri hluti íslenzka orðsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.