Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 70
76
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
lenzkulegra nafn en vatnsteinn yfir það, sem á ensku var kallað
ivaterstan(e).!) En ekki skal þetta fullyrt. Sama fyrirbrigði virðist
vera „vatzker af steine“ í D. III, 260 í máldaga, sem talinn er
vera frá því um 1371, en til er í uppskrift frá því laust eftir 1600.
3. Vatn(s)ker. Hér að framan er, undir grjótker, minnzt á tvo
staði, þar sem fyrir kemur vatn(s)ker, og bæta mætti við þá upptaln-
ingu, t. d. D. I. III, 268, úr máldaga, sem talinn er frá því um 1371
og prentaður er eftir AM dipl. afskr. 2110 „ex originali ... sem er
transscriptum fra 12. Febr. 1412“. Einnig er ,vatnker‘ í D. I. I, 255
úr máldaga í'rá því um 1179, handrit um 1600. Allar líkur benda til,
að vatn(s)ker sé tökuþýðing á vas aquarium, sem kemur fyrir þegar
í klassískri latínu.
4. Mörg fleiri nöfn á vatnsílátum koma fyrir í máldögum. Skulu
nú nokkur þeirra nefnd. Vatnskjóla., sbr. D. I. I, 255, í máldaga, sem
talinn er frá 1179, en prentaður er eftir handriti frá því um 1600.
Einnig kemur fyrir ósamsetta orðið skjóla (t. d. í D. I. II, 679). Ólík-
legt er, að þetta ílát hafi verið notað í sama skyni og vatn(s)karl
og þarf ekki að eiga neina erlenda fyrirmynd. Þá kemur fyrir orðið
kanna (sbr. t. d. D. I. II, 682). Óvíst er, hvort kanna er tökuorð í nor-
rænum málum, og ekkert virðist benda til, að það sé kirkjulegt töku-
orð. Merkingarlega virðist það samsvara urceus í kirkjumálinu. Þá
koma fyrir orðin horn og vatnshorn:
horn ok handklæðe. D. I. I, 408 (Úr máldaga, sem talinn er frá
því um 1220 og er prentaður eftir handriti frá því um 1600)).
stockvill. vatzhorn. D. I. III, 515 (IJr máldaga frá því um 1394.
Handrit frá því um 1639).
Um horn og vatnshorn í íslenzkum máldögum hefir Oluf Kolsrud
fleiri dæmi í Beretning, einkum bls. 29—30.
Orðin vatnskjóla og horn benda til ákveðinnar lögunar, en könnur
hafa vafalaust getað verið með ýmsu móti. Ýmislegt bendir til, að
kanna og horn hafi verið notuð við handþvott, en ekki skal farið nán-
ara út í þá sálma.
5. Vatnsketill. Orðið vatnsketill er mjög algengt í máldögum.
Stundum kemur vatnslcetill fyrir í máldaga, án þess að minnzt sé á
vatn(s)karl, og stundum kemur fyrir vatnskarl, án þess að minnzt
sé á vatnslcetil. En hitt kemur líka fyrir, að sama kirkjan á bæði
vatn(s)karl og vatn(s)lcetil. Þetta síðasta atriði virðist ótvírætt benda
1) Grjótker væri þá hálfþýðing úr enska orðinu, þannig að síðari hluti enska
orðsins (stan(e), steinn, grjót) kæmi fram sem fyrri hluti íslenzka orðsins.