Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 71
UM ORÐIÐ VATN(S)KARL
77
til þess, að munur hafi verið á vatn(s)karli og vatnslcatli. Má í þessu
sambandi minnast orða Wallems, sem hann segir raunar í allt öðru
sambandi:
„man kan vel gaa ud fra, at et og samme redskab ikke vil blive
opregnet i en og samme máldage under to betegnelser". DIKUM
11.
Dæmi þess, að talað sé um vatn(s)karl og vatnsketil í sama máldaga
má m. a. finna í D. I. III, 193, 262; IV, 68, 75, 148 og 150. Sömuleið-
is koma fyrir vatn(s)karl og ketilhrof (þ. e. lélegur ketill) saman í D.
I- V, 316; IX, 332. Einnig eru „ij vatzkallar. stor ketill nýr“ í D. I.
XI, 853.
Mér virðist þetta sýna ótvírætt, að vatn(s)karl og vatnslcetill hafi
verið að einhverju leyti frábrugðnir hlutir. Hins vegar sýnir þetta
ekkert um, að vatn(s)karl og vatnsketill hafi ekki verið notaðir í sama
skyni. Til þess, að notkun þeirra hafi verið hin sama eða svipuð,
bendir, að almenna reglan er sú, að sama kirkjan á annaðhvort
vatn(s)karl eða vatnsketil. Nefna mætti nokkur dæmi þess, að fyrir
kemur vatn(s)lcetill, en ekki vatn(s)karl: D. I. III, 68, 69, 80, 81, 84,
89, 110, 124, 160, 171, 175, 238, 242, 243, 249, 266, 404, 517, 524, 530,
533, 561, 565, 567 og 600. Einnig kemur fyrir vtgðs vatns ketill (vígS-
ur vatnslcetill), án þess að minnzt sé á vatn(s)karl, sbr. t. d. D. I.
III, 70, 123, 125, 136, 256, 304, 338, 450, 482, 502, 512, 513,i) 525.
Hitt er sömuleiðis algengt, að nefndir séu vatn(s)Icarlar, án þess
að talað sé um vatn(s)katla. Mætti sem dæmi nefna þessa staði: D. I.
II, 62, 117, 677, 743; III, 258, 267, 289, 514, 540, 594, 613, 711, 718.
Til einhvers konar sambands vatn(s)karla og vatn(s)katla, líklega
svipaðrar notkunar, bendir einnig, að í sumum uppskriftum sama
máldaga er notað vatnskarl, en í öðrum vatnsketill, sbr. t. d. D. I. II,
677, 777. Þetta mætti túlka svo, að skrifara handrits hafi ekki þótt
skipta máli, hvort orðið væri notað. Það er rétt hugsanlegt, að skamm-
stöfun í frumriti sé hér um að kenna. Yrði þá að gera ráð fyrir
skammstöfuninni vatn(s)k. (eða annarri jafngildri, t. d. uazk., vatzk.
o.s.frv.). En ólíklegt er, að svo margræð skammstöfun hafi verið
notuð. Fyrri skýringin er því miklu sennilegri. Þá er aðgætandi, að
orðið vatn(s)ketill er oft á svipuðum slóðum í máldögunum og
ratn(s)karl, t. d. hjá sacrarium munnUmg (sbr. t.d. D. I. 111, 81, 171).
Eg get ekki fullyrt, hver er hin latneska samsvörun orðsins vatnsket-
ill, en einna líklegast virðist mér, að hún sé lebes, sem Lewis and
1) Hér þó getið um, að til séu „hirter. ij. af messing“.