Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 73
UM ORÐIÐ VATN(S)KARL
79
ij hirtter med kopar. D. I. IV, 372 (tJr máldaga sömu kirkju
frá 1429. Handrit: Bps. B II 3, Bréfabók Jóns Vilhjálmssonar,
frumrit á skinni).
ij. hirter med kopar. D. I. V, 261 (Úr máldaga sömu kirkju frá
1461. Handrit: Bps. B II 4, Máladagbók Ólafs Rögnvaldssonar,
frumrit á skinni).
Ég hefi reynt að grennslast fyrir, hvað orðið hafi af þessum hjört-
um í síðari máldögum. Hirtirnir eru sagðir ýmist „af messing" eða
,jned kopar“, en það sýnir ekkert annað en að höfundar máldaganna
hafa ekki gert nákvæman greinarmun á málmum og málmblendingi.
I síðasta máldaga Vallakirkju, sem birtur er í Fornbréfasafni og er
frá árinu 1525, eru „hirtirnir“ horfnir. En ekki er hægt að fullyrða,
að ekkert hafi komið í þeirra stað, sbr. eftirfarandi:
munnlaug. vazkall. D. I. IX, 334°.
munnlaug. vazkall. D. I. IX 33410.
Heimildin er Sigurðarregistur, elzti hluti, frumrit á skinni frá
1525. Athuga ber, að í eldri máldögunum eru „hirtirnir“ taldir sam-
an og ekki í samfloti við mundlaug. Jafnframt ber þess að geta, að
vatn(s)karlar eru ekki áður nefndir í máldögum Vallakirkju. I mál-
daganum frá 1461, sem áður er vitnað til, er þó minnzt á „vatzketel.
sacrarivm mvnlaug“ (D. I. V, 261), en ekki í eldri máldögum né
heldur í máldaganum frá 1525. Þá ber enn að gæta þess, að ég hefi
ekki séð í erlendum heimildum, að vatnsíláta í hjartarlíki sé getið í
miðaldakirkj um, heldur annarra dýra og furðudýra. Það er því ekki
að undra, þótt Guðbrandur Jónsson segi:
„Hvort hirtir þeir tveir af messing, sem kirkjan á Völlum átti
hafi verið vatndýr, eins og Wallem heldur, skal látið ósagt, þó
ekki sýnist það líklegt.“ Dóm. 356.
Ekki verður það fullyrt, að vatnskarlarnir tveir í máldaganum frá
1525 séu sömu hlutirnir og hirtirnir tveir í eldri máldögum, né held-
ur að vatnsketillinn frá 1461 sé annar vatnskarlanna 1525, þó að
merkingarlegt samband sé milli vatnskarla og vatnskatla, eins og
áður hefir verið að vikið.
Ekkert skal hér fullyrt með því eða móti, hvort hirtirnir tveir í
Vallakirkju hafi verið aquamanilia eður ei. Hitt er öruggt, að hjört-
urinn var táknmynd Krists, eins og brátt verður vikið að. Mætti því
láta sér detta í hug, að hirtirnir hafi verið helgilíkneski, sem tákna
áttu Krist. En ég get ekki fundið þessari hugmynd stað, því að er-
lend dæmi um þetta get ég ekki fundið, fremur en um vatnskönnur
í hjartarmynd. Allir helztu skýrendur Sólarljóða eru sammála um,