Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 73

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 73
UM ORÐIÐ VATN(S)KARL 79 ij hirtter med kopar. D. I. IV, 372 (tJr máldaga sömu kirkju frá 1429. Handrit: Bps. B II 3, Bréfabók Jóns Vilhjálmssonar, frumrit á skinni). ij. hirter med kopar. D. I. V, 261 (Úr máldaga sömu kirkju frá 1461. Handrit: Bps. B II 4, Máladagbók Ólafs Rögnvaldssonar, frumrit á skinni). Ég hefi reynt að grennslast fyrir, hvað orðið hafi af þessum hjört- um í síðari máldögum. Hirtirnir eru sagðir ýmist „af messing" eða ,jned kopar“, en það sýnir ekkert annað en að höfundar máldaganna hafa ekki gert nákvæman greinarmun á málmum og málmblendingi. I síðasta máldaga Vallakirkju, sem birtur er í Fornbréfasafni og er frá árinu 1525, eru „hirtirnir“ horfnir. En ekki er hægt að fullyrða, að ekkert hafi komið í þeirra stað, sbr. eftirfarandi: munnlaug. vazkall. D. I. IX, 334°. munnlaug. vazkall. D. I. IX 33410. Heimildin er Sigurðarregistur, elzti hluti, frumrit á skinni frá 1525. Athuga ber, að í eldri máldögunum eru „hirtirnir“ taldir sam- an og ekki í samfloti við mundlaug. Jafnframt ber þess að geta, að vatn(s)karlar eru ekki áður nefndir í máldögum Vallakirkju. I mál- daganum frá 1461, sem áður er vitnað til, er þó minnzt á „vatzketel. sacrarivm mvnlaug“ (D. I. V, 261), en ekki í eldri máldögum né heldur í máldaganum frá 1525. Þá ber enn að gæta þess, að ég hefi ekki séð í erlendum heimildum, að vatnsíláta í hjartarlíki sé getið í miðaldakirkj um, heldur annarra dýra og furðudýra. Það er því ekki að undra, þótt Guðbrandur Jónsson segi: „Hvort hirtir þeir tveir af messing, sem kirkjan á Völlum átti hafi verið vatndýr, eins og Wallem heldur, skal látið ósagt, þó ekki sýnist það líklegt.“ Dóm. 356. Ekki verður það fullyrt, að vatnskarlarnir tveir í máldaganum frá 1525 séu sömu hlutirnir og hirtirnir tveir í eldri máldögum, né held- ur að vatnsketillinn frá 1461 sé annar vatnskarlanna 1525, þó að merkingarlegt samband sé milli vatnskarla og vatnskatla, eins og áður hefir verið að vikið. Ekkert skal hér fullyrt með því eða móti, hvort hirtirnir tveir í Vallakirkju hafi verið aquamanilia eður ei. Hitt er öruggt, að hjört- urinn var táknmynd Krists, eins og brátt verður vikið að. Mætti því láta sér detta í hug, að hirtirnir hafi verið helgilíkneski, sem tákna áttu Krist. En ég get ekki fundið þessari hugmynd stað, því að er- lend dæmi um þetta get ég ekki fundið, fremur en um vatnskönnur í hjartarmynd. Allir helztu skýrendur Sólarljóða eru sammála um,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.