Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 74
80
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að sólarlijörturinn sé þar tákn Krists: Sólar hjört/leit ek sunnan
farajhann teymöu tveir saman. (Sæe. 366). Björn M. Ólsen fjallar
annars um þetta í Safni V, 52, og skal því ekki nánara út í það farið.
Um Krist í hjartarlíki er frásögn í Placidus sögu I, sbr. Heilag. II,
193 o.áfr., sjá einnig Heilag. II, 204—207 (Placidus saga 1. Appen-
dix). I Klm. 78 er nefndur ,,einn hjörtr hvítr sem snjár, ok hafði
fjóra geisla á höfði sér“. Um hirtina í Vallakirkju, hygg ég, að það
eitt verði örugglega sagt, að þeir hafi verið helgigripir, en hvort
þeir hafi verið notaðir til gagniegra hluta, þori ég ekki að fullyrða.
Sú athugun, sem ég hefi gert á máldögum, hefir aðallega leitt til
þeirrar niðurstöðu, að fjölbreytni vatnsíláta í kirkjum hafi verið þó
nokkur. Hins vegar hefir þessi athugun ekki skýrt merkingu orðsins
vatn(s))karls að neinu marki. Engin þeirra heimilda, sem nú hefir
veriö rakin úr máldögum, skýtur loku fyrir þaö, aö vatn(s)lcarlar
hafi veriö í dýrslílci, né heldur staöfestir, aö svo hafi veriö. Hins veg-
ar sýnir orðið vatn(s)dýr, að ein gerð vatnsíláta var í dýrslíki. Þetta
kemur líka heim við aðrar heimildir frá miðöldum, t. d. vatnskönnur
í dýrslíki, sem geymzt hafa bæði hér og erlendis og varðveittar eru
í söfnum. Mætti í því sambandi sérstaklega minna á tvö koparljón
úr íslenzkum kirkjum, annað á Þjóðminjasafni Islands (Þjm. 1854)
og hitt í Nationalmuseet í Kaupmannahöfn. Af hinu síðara er gifs-
afsteypa í Þjóðminjasafni (Þjms. 2369).
Vatnskarlar í síðari heimildum.
Kristján Eldjárn tilgreinir í fyrr nefndri grein sinni í Árb. F. 1976
staði úr minnisgreinum Árna Magnússonar og fer þar eftir handrit-
inu Lbs. 268 fol. III 11. Eg mun nú rekja þá staði úr minnisgreinun-
um, sem varpað gætu ljósi á merkingu orðsins vatn(s)karl:
Vid Bæiar kirkiu ... ij Flöa eru þriu kopar liön (vatzkarlar
ut puto). Árb. F. 1976, 157.
Kopar lionen vid Bæjarkirkiu i Flöa . . . eru tvó, eitt stört og
annad minna, þridie vatnskarlenn er hestur af kopar. Árb. F.
1976, 157.
Vid Kirkiubæjar klaustur er einn vatzkall, giórdur so sem har-
pya o: qvennmanns andlit með klöm og vængium. Árb. F. 1976,
159.
Af þessum tilvitnunum er ljóst, að Árni notar orðið vatnskarl um
vatnsílát í ljónslíki, hestslíki og harpyu-líki. Af þeim segir hin fyrsta