Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 79
UM ORÐIÐ VATN(S)KARL
85
en síðar einnig um ílát, sem notað var til að hella vatninu í við hand-
þvottinn. Þetta ílát var ýmist kanna (urceus) eða skál, sem þó var
með stút og á síðara helmingi miðalda hafði einnig oft dýrslíki, sér-
staklega ljónslíki.1) Cabrol og Leclercq hafa ónákvæmari skýringu á
orðinu, segja það vera gamalt nafn á skál eða diski, sem prestar þógu
hendur sínar í við messu.2 3) Báðar þessar heimildir leggja aðaláherzlu
á hlutverk ílátsins (aquamanile), en ekki form, þótt þess sé getið,
að það hafi oft verið í dýrslíki. Hér ber að sama brunni og um
vatn(s)karlinn. Orðið felur aðallega í sér hlutverk, ekki form. Þess
er vert að geta, að Cabrol segir, undir aquamanile, að prelátar hafi
notað stærri og ríkmannlegri vatnsílát og hafi þau verið kölluð
uÁguiére.") Þetta orð kemur fyrst fyrir í frönsku 1332, þó að ætla
megi, að það sé allmiklu eldra, og er fengið úr próvensölsku aiguiera,
að sögn Wartburgs, en orðið til úr alþýðulatínu *aquaria, sbr. vas aqu-
arium ,vatnsker‘. Raunar er óþarfi að stjörnumerkja aquaria, því að
orðið er kunnugt úr þýzkri miðaldalatínu, eins og síðar verður vikið
að. En þessi vitneskja leiðir hugann að latneska orðinu aquarius.
Latneska orðið aquarius er að uppruna lýsingarorð, myndað af aqua
,vatn’ og merkir í rauninni ,sem heyrir til vatni eða varðar vatn’. 1
miðaldalatínu gat aquarius einnig merkt ,til þess fallinn að geyma í
vatn' („ad aquam condendam aptus, zum Wasseraufbewahren geeig-
net“ (Prinz)). Þetta lýsingarorð hefir þegar nafnyrzt í klassískri lat-
ínu og merkir sem nafnorð 1. vatnsburðarmaður, 2. umsjónarmaður
með vatnsleiðslum, 3. stjörnumerkið vatnsberi, en í þessari síðast
greindu merkingu er það tökumyndun úr gr. hydrokhóos. 1 tveimur
fyrri merkingunum er nafnyrðingin vafalítið orðin til við liðfall, þ. e.
fellt hefir verið brott' orð, sem merkir ,maður‘. Islenzku orðin vatn(s)-
heri og vatnkarl um stj örnumerkið eru tökumyndanir gerðar eftir
lat. aquarius, sbr. bls. 63-64. Við gerum nefnilega ráð fyrir, að Islend-
ingar hafi lært stjörnufræði sína af latneskum ritum. Ég hefi enga
aðstöðu til að andmæla þessu, enda enginn vafi á, að latnesk rit um
1) „Becken zum Auffangen des Wassers bei liturg. Hándewaschungen, spáter
auch das dazu dienende GieBgefáB, das bald in einer Kanne (urceus), bald in
einem zweiten, jedoch mit Ausgu/i ausgestattenen Becken bestand, in der 2.
Hálfte des MA aber aueh oft Tier- bes. Löwenform hatte“ (Buchberger, undir
aquamanile')
2) „Aquamanile . . . est le nom ancien du bassin ou plateau dans lequel le pretre
se lave les mains á la messe“. (Cabrol, undir aquamanile)
3) ,Pour les prélats, il est de dimensions generalement plus grandes et plus
riches, et prend le nom d’aiguiére“ (Cabrol, undir aquamanile).