Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 84
Meistari Helmeke og Island
Til minnis vwðandi tvö tréskurðarverk í Þjóðminjasafni.
Dr. Max Hasse, safnvörður við St. Annen-Museum í Lubeck, hefur fyrir
nokkrum árum skrifað ritdóm um Die Bau- und Kunstdenkmale der Freien und
Hansestadt Hamburg, Band III, eftir Renate Klée Gobert. Ritdómurinn er í
Zeitschrift des Vereins fiir Lúbeckische Geschichte und Altertumskunde, Band
49. Ritið sem dæmt er fjallar um þrjár helstu miðaldakirkjur Hamborgar, og
er ein þeirra St. Petri-kirkjan. Ritdómurinn er mjög stuttur, eiginlega frekar
bókarfregn, en verulegan hluta helgar Dr. Hasse efni, sem kemur Islandi við og
vikið hefur verið að í Árbók 1968 og 1969. Dr. Hasse segir svo:
„Athugasemd um St. Annen-bræðralag Islandsfaranna skal hér gerð að tilefni
til að benda á athyglisvert menningarsamband. Á árunum 1520/21 fengu Hel-
meke meistari og málarasveinar hans greiðslu fyrir málverk í íslandsfarakap-
ellunni i St. Petri-kirkju. Eftir þennan Helmeke meistara hafa varðveist leifar
altaristöflu í Wei'ben við Saxelfi. í miðhluta töflunnar eru útskornar myndir,
sem varla munu vera eftir meistarann sjálfan. Af sama verkstæðissviði og hin
heilaga fjölskylda í Werben mun einnig vera altaristafla frá Riestádt, Uelzen-
héraði, nú í Landssafninu í Hannover, og Anna og María með Jesúbarnið í
safninu í Reykjavík.
Um svipað leyti og Helmeke var að mála íslandsfarakapelluna, hefur bersýni-
lega annaðhvort hann eða einhver samstarfsmanna hans látið af hendi þessa
Önnu-samstæðu til útflutnings eða íslands fyrir meðalgöngu St. Annen-bræðra-
lags fslandsfaranna. Krýning Maríu, útskorin samstæða, sem safnið í Reykjavík
hefur nýlega eignast og einnig er frá því um 1520, munu íslandsfararnir í Ham-
burg einnig hafa flutt til íslands. Ekki er þó alveg víst hvort þessi krýning
Maríu er upprunnin í Hamborg eða Liibeck".
Önnu-samstæðan, sem dr. Hasse víkur að, er frá Holti í Önundarfirði, fagurt
verk (Þjms. 2069, sjá Hundrað ár í Þjóðminjasafni, nr. 20, einnig Árbók 1895,
bls. 33—34, og Árbók 1969, bls. 130). Krýningarsamstæðan er frá Stað á Reykja-
nesi, kom til safnsins 21.8. 1967, sjá grein um hana í Árbók 1968; hún varð
tilefni til þessara athugana Dr. Hasse.
Ef einhver hefði áhuga á að kynna sér frekar það sem vitað verður um líf og
starf þessa þýska meistara, má vísa á K. Fr. Chr. Piper: Werkhistorisclie und
genealogische Fragen um den Meister des Hamburger Maleramtes, Helmeke
Hornebostel, fl.522. Zeitschrift fiir Niederdeutsche Familienkunde, 52, Jahrgang,
Heft 3, bls. 69.