Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 86
92
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. myncl. Tungulöguð beit úr bronsi með nielló, frá Lundi í Fljótsliverfi, Vestur-
Skaftafellssýslu. Á uppdrættinum (til hægri) táknar svart niellóið sem eftir er,
en hvítt Ijósgljáandi fleti bronsins Hlutfall 5/2. Ljósm. Sven-Olof Lindman
og höf., teikning Lotta Hillbom. — Tongue-shaped strap mount of bronze with
niello, Lundur, Fljótshverfi, Vestur-Skaftafellssýsla, Iceland.
ur tungumyndaða endanum. Framhliðin með skreytinu er lítið eitt
hvelfd, brúnirnar niðursveigðar, bakhliðin hol og „fasetteruð“. Á
bakhliðinni eru tveir naglar eða naddar, beygðir hvor gegn öðrum, og
hafa þeir fest beitina á ól. Lengd beitarinnar er 4,0 cm, breidd 1,2-
1,3 cm, „hæðin“ (séð frá hlið) tæpir 0,3 cm. Steypuþykktin er í miðju
rösklega 0,1 cm og nær brúnum og endum rösklega 0,2 cm. Beygjan
á nöglunum til endanna virðist vera upprunaleg og bendir það til
þess að ólin, sem beitin hefur verið á, hafi verið milli 0,1 og 0,3 cm
þykk.