Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 87
beit af austurlenskri gerð
93
2. mynd. Smáatriði úr beitinni á
1. mynd. Hlutfall 5/1. Ljósm.
Sven-Olof Lindman. — Detail of
fig. 1.
Beitin hefur verið málmgreind með pólarógrafíu og gerði það Birgit Arrhe-
nius dósent á rannsóknarstofu Stokkhólmsháskóla í fornleifafræði; einnig var
hún rannsökuð með röntgengeislagreiningu af fil. dr. Per Jennische, og með
sveipraíeindasmásjá búinni orkurófsgreini (SEMEDS) af fil. mag. Jan-Otto
Carlsson, sem báðir hafa síðan orðið starfsmenn við efnafræðistofnun Uppsala-
háskóla. Til pólarógrafgreiningarinnar var tekið lítið sýni úr neðri brún beitar-
innar, en báðar hinar aðferðirnar greina yfirborðið án þess að særa það. Hins
vegar verður að fægja yfirborðið sem greina á, ef nákvæm magnbundin greining
á að nást með þessum aðferðum. Þetta var ekki gert, enda verða niðurstöðurnar
að teljast þáttgreiningar, og þau gildi ónákvæm sem gefin eru fyrir sveipsjár-
greiningarnar. Sérstaklega eru tölurnar um járninnihald óvissar og sennilega of
háar. Kosturinn við sveipsjána er sá, að með henni má greina örsmáa punkta
á yfirborði sýnisins.
Greiningarnar sýna einróma að sjálf beitin er úr mjög tinríku bronsi. Pólaró-
grafgreiningin sýnir að hlutfallið er 67,9% eir og 32% tin. Vart varð við snefil
af öðrum efnum, en það er mjög lítill hluti. Samkvæmt þáttgreiningu með sveip-
sjá (SEMEDS) eru naglarnir úr minna blönduðum eir. Auk eirs er í þeim
meira af járni (um 5—10%?), tini (um 2%?), silfri (um 1—2%?) og blýi (um
%%?). Þeir eru þannig gerðir sér í lagi úr málmi með hærra bræðslumarki,
steyptir í beitina með aðferð sem á sænsku nefnist „överfángsgjutning“. Þetta
er hægt að sjá með berum augum, því að málmurinn í nöglunum er rauður en í
sjálfri beitinni gulleitur, og kringum naglana sjást för þar sem málmar mætast.
Þáttgreining með sveipsjá hefur sýnt að niellóið er að mestu úr eir og tini
(um 30% af hvoru?), en einnig blýi (um 15%?), silfri (um 12%?), járni (um
10%?) og brennisteini (um 2%? -— ekki verður úr því skorið hve mikið af brenni-
steininum er í brennisteinssamböndum niellósins sjálfs og hve mikið stafar af