Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 93
beit ap austurlenskri gerð
99
Það er bersýnilega fyrirkomulag af þessu tag'i sem málverkin í
Lashkari Bázár hafa að geyma. Málverkin eru á veggþiljunum í há-
sætissal hallarinnar og sýna eintóma hermenn í ýmiss konar munstr-
uðum kaftönum, sem haldið er saman með gylltum eða silfurlituðum
beltum með hangandi sprotum, og ýmist með gylltar eða silfurlitar
kylfur um öxl (3. mynd).
Ekki virðist annað koma til mála en að beltin og sérstaklega skreyt-
ing þeirra með beitum og hangandi sprotum hafi haft táknræna merk-
ingu. Iíitaðar heimildir eru einnig til vitnis um hlutverk beltanna
sem hefðartákna í Austurlöndum nær, í innlöndum Asíu og víðar. Sá
siður var alþekktur víða í Austurlöndum nær að furstarnir úthlutuðu
dýrlegum klæðum og beltum til hirðmanna og gesta í heiðurs skyni,
en einnig oft til merkis um undirgefni viðtakanda undir gefandann.
Vitaskuld eru þessi belti mismunandi útlits á ýmsum tímum og
ýmsum landsvæðum. En samt sem áður er athyglisvert hversu líkir
þessir fundnu gripir eru innan víðáttumikilla svæða. Ástæðan til
þessarar miklu dreifingar er án efa að nokkru leyti fjörug verslunar-
viðskipti á lestaleiðunum yfir evrasísku steppuna, að nokkru leyti og
öllu öðru fremur langar reikunarferðir og herhlaup hirðingjaþjóð-
anna. Ráðandi steppuþjóð á þessum tímum voru Tyrkir, sem færðu
út kvíar sínar í austur, vestur og suður frá frumheimkynnum sínum í
og umhverfis núverandi Mongólíu, og stofnuðu víðáttumikil en laus-
tengd steppuríki. Frá þessum ríkjum gerðu þeir svo herhlaup á bæi
og sveitabyggðir í löndunum umhverfis.
Með tilliti til þessa sögulega baksviðs hafa menn leitað uppruna um-
ræddra belta, búningsins alls og þess hennannlega útbúnaðar sem þau
eru í samferð með, í austanverðri Asíu og þó helst hjá tyrkneskum
þjóðum; í fornleifafræði Austurlanda nær hafa menn venjulega litið
á beltin sem sérmerki Tyrkja. En einnig hefur verið bent á sassaní-
díska Persaríkið sem upprunaland þessarar beltisgerðar. Sá úrkostur
sem menn hafa yfirleitt ekki gefið gaum er að gerðin kunni að vera
■— að minnsta kosti að nokkru leyti — til komin í Evrópu.9 Ríkulega
beitt belti með skrauthengslum og hangandi sprotum og hringum til
að festa vopn og verkfæri voru hluti af búnaði hermannsins á róm-
verskri járnöld og þjóðflutningaöld, bæði innan og utan rómverska
ríkisins,10 og ekki er ósennilegt að ungverskar og suður-rússneskar
hirðingjaþjóðir, Persar og enn austlægari þjóðflokkar, hafi fengið
þessa beltisgerð frá Germanaríkjunum í Evrópu og býsanska ríkinu.
Með því mælir það sem nú er almennt viðurkennt að skreytið á elstu
hringjum og beitum — einfalt jurtaskraut, „kommu-skreyti“, gegn-