Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 97
BEIT AF AUSTURLENSKRI GERÐ
103
•í. mynd. Veggmálverk frá Nishapur, íran, byrjun 9. aldar (?). Málverkið er
1,1 m á liæö, allt í svörtu. Það sýnir tignarmann sem hefur riðið á veiðar. Veiði-
haulcur situr á hanskaklæddri vinstri liendi mannsins og dauður héri hangir á
afturfótunum viö aftari söðulbogann. Maðurinn er í buxum og mjög útflúruð-
'am lcaftan með tiraz-borðum um uppermarnar. Um mittið hefur liann málmslegið
belti með þremur hangandi sprotum og a fþeim er sú í miðið vafalaust sjálfur
beltisendinn. Vopnabúnaður mannsins er korði, sem er festur við beltið með Ivin-
um sprotunum tveim, og kylfa fest (við annað belti?) undir kaftaninum, þannig
aþ hnöttótt liöfuð hennar sést fram undan korðafestingunni, en slcaftið fyrir
neðan korðaslíðrin. Búnaður liestsins er einnig mjög beitum settur. Málverkið
er í eigu forngripasafnsins í Teheran. Teikning Metropolitan Musewm of Art,
Neui York, Excavations of the Metropolitan Museum of Art, 1937. — Wall pain-
ting from Nishapur, Iran, beginning of the 9tli century (?).
sjást í húsagerðarlist og á ýmsum hlutum sem þekktir eru í kal-
ífaríkinu gera kleift að mynda sér skoðun um hvort beitir þær sem
fundist hafa á norðurslóðum geti að nokkru verið búnar til í kalífa-
ríkinu, eða hljóti að vera gerðar utan þess eftir íslömskum fyrirmynd-
um. Arne áleit að hin mikla stílfærsla jurtaskreytisins á beitunum