Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 98
104
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
5. mynd. Beitir úr bronsi frá íran og Afghanistan, i einkasafni: beit meö tungu-
löguöu hengi, fundarstaöur óþekktur, keypt í Teheran; hjartalaga beit, sögð
vera frá Ghazni, Afghanistan, keypt í Kabul; D-laga beit meö ólarrauf, sögð vera
frá Bala Hissar í Balkh, Afglianistan, keypt í Balkh. Beitirnar eru festar með
þremur, einum og tveimur föstum göddum, að minnsta kosti i tveimur síðast-
nefndu dæmunum steyptum í einu lagi með sjálfum beitunum. Á fyrstu beitinni
eru tvær af upprunalegu hnitunum brotnar af og í stað þeirra hefur verið
sett ein laus hnit rekin gegnum gat við hægri brúnina. Hlutfall 1/1. Ljósm. Sven-
Olof Lindman. —- Mount witli tongue-sliaped pendant, unknown find-place,
bought in Teheran; heart-shaped mount, said to come from Gliazni, Afghanistan,
bought in Kabul; D-shaped mount with strap hole, said to come from Bala Hissar
in Balkh, Afghanistan, bought in Balkh. All of bronze.
hefði þróast smátt og smátt á khazaríska menningarsvæðinu í Suð-
austur-Rússlandi. Stílfærslan ætti því að vera nokkur bending um að
beitimar væru búnar til utan kalífaríkisins. Þessi túlkun er þó tæpast
fullnægjandi. Stílfærslan hefur tíðkast frá örófi alda í Austurlöndum
og skrautverkið á beltunum með einföldum mjög stílfærðum pálmett-
um og akantusteinungum á sér nákomnar samsvaranir í annarri og
þekktari íslamskri listgrein, nefnilega leirkeragerðinni. Sérlega góð til
samanburðar eru ógleruðu leirkerin með þrykktu eða þrýstu skrauti
upphleyptu. Sumt þrýsta skreytið í ghaznavídísku leirkerasmíðinni
frá Lashkari Bázár og Bust í Afghanistan er svo nauðalíkt beitun-
um sem í norðri hafa fundist, að maður gæti næstum því freistast til
að halda að leirkerasmiðirnir hefðu notað beitir sem stimpla þegar
þeir voru að búa til munstrin í þrýstiformin.
Mismikil stílfærsla jurtaskreytisins má ekki heldur skiljast sem