Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 99

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 99
beit af austurlenskri gerð 105 þróun stig af stigi, heldur miklu fremur sem tilbrigði sem alltaf lifðu góðu lífi í listiðnaðinum. Sum tilbrigði efnisatriðanna hafa eflaust fallið mönnum sérlega vel í geð á sumum tímum, í sumum landshlut- um, í sumum listamannahópum og á sumum tegundum listgripa. En áreiðanlega hefur þarna ekki verið neinn þráðbeinn þróunarferill. Þannig mælir skreytið á austurlensku beitunum ekki móti því að þær séu sumar hverjar gerðar í kalífaríkinu. Jurtaskreytið bendir þó ekki sterklega til að svo sé. Skrautatriðin eru einföld, og auðvelt hefur verið fyrir norðurfólk að líkja eftir þeim. Sumt skreytið á beit- unum finnst reyndar svo víða að ekki er unnt að segja með vissu að það eigi heima í eftir-sassanídískri list. Akantusteinungur og pálmetta láta mest að sér kveða í þeirri munsturflóru, sem varð sameiginlegt menningarfyrirbæri í íslömsku Austurlöndum og kristnu Evrópu, vegna útbreiðslu hellenskrar menningar með Alexander mikla í Aust- urlöndum nær og með útþenslu Rómverja í Evrópu. Einföldum efnis- atriðum er oft erfitt að marka þröngt svið í tíma og rúmi. Jurta- skreyti í ætt við hið eftir-sassanídíska náði mikilli blómgan í býsanska ríkinu og eflaust hefur það einnig haft áhrif á listiðnað steppuhirð- ingja og norðurþjóða á þessum öldum. Varðandi annað skreyti en jurtamunstur má geta þess, að á Got- landi hefur fundist beit með eftirlíkingu af kúfísku letri. Þó að þetta sé meiningarlaus eftirlíking af letri rennir það engum stoðum undir þá ályktun að beitin sé búin til utan íslamska svæðisins. Eftirlíkingar kúfískra leturbanda eru algengt skraut í íslamskri leirkerasmíð og munu einnig hafa verið það í fábrotinni málmsmíði. Þessar bollaleggingar virðast bera að þeim brunni að í svip sé ekki hægt að gera sér örugga grein fyrir útliti beitanna í kalífarík- mu á eldri íslömskum tíma, og að við getum ekki heldur úr því skorið hversu mikill eða lítill hluti beita af austurlenskri gerð, sem fundist hafa á evrasísku steppunni og norðar, sé búinn til innan kalífaríkis- ius eða utan þess eftir beinum fyrirmyndum frá því svæði. Til að geta leyst úr spurningunum er þörf á miklu meiri þekkingu um beit- irnar í kalífaríkinu og einnig rannsóknum frá öðru sjónarmiði en lögun og skreyti beitanna. Með þessu á ég einkum við greiningu á málminum í beitunum. Hráefnið sem notað var þegar smíðaðir voru brons- eða silfurhlutir á fyrri tíð, var venjulega gamlir gripir sem bræddir voru upp. Þess vegna blönduðust oft saman málmar af gjör- ólíkum uppruna, svo að nú getur verið mjög erfitt að ákvarða með greiningu, hvaðan málmurinn kemur og hvar hlutirnir hafa verið gerðir. En með rannsókn á samsetningi og snefilefnum málmblönd-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.