Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 102

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 102
108 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS að bein sambönd við Austurlönd hafi orðið gloppótt á 11. öld. Þannig1 dvínaði t.a.m. myntastraumurinn frá kalífaríkinu undir lok 10. aldar og stöðvaðist með öllu nokkrum árum eftir aldamótin 1000. En á 11. öld var sambandið við Rússland og Býsans mjög gróskumikið, og austurlensku áhrifin í list og menningu eru til marks um að óbeina sambandið við Austurlönd hafi verið umtalsvert. Dæmi eru einnig um beint samband við íslömsku Austurlönd: Giftusnauð herferð Ingvars víðförla til Serklands (þ. e. íslömsku landanna), sem kunnugt er um af austursænskum rúnasteinum og íslenskum heimildum, og píla- grímaferðir til Jórsala, sem einnig er traust vitneskja um á austur- sænskum rúnaletrum og það frá því fyrir daga hinna fyrstu kristnu kynslóða.13 Svipaðar beitir og austurlensku beitirnar í Norður-Evr- ópu frá því seint á víkingaöld finnast alla leið austur í Síberíu, og í íslömsku löndunum eru, eins og áður segir, svo fáar beitir þekktar, að við getum ekki gert okkur grein fyrir hvernig beitirnar iitu út þar. Við verðum því að hafa fyrir satt að flestar þær beitir sem á Norðurlöndum hafa fundist, jafnvel frá því seint á víkingaöld, hafi verið búnar til á ýmsum stöðum í Rússlandi, en missa þó ekki sjónar á þeim kosti að nokkrar þeirra kunni að vera upprunnar enn lengra til suðausturs. U'p'pruni o(i aldur Lundarbeitarinnar. Eins og fram hefur komið höfum við enn mjög litla getu til að fullyrða neitt um uppruna einstakra austurlenskra beita sem fund- ist hafa. Tungulagaðar beitir eru fjölmargar meðal austurlenskra beita í Norður-Evrópu frá víkingaöld. Skreytið á þeim er venjulega akantusteinungar, staflaðar pálmettur, eða sambland af teinungum og pálmettum. Oft eru efnisatriðin mjög stílfærð og hafa oft einkenni undningamunsturs eins og t. d. á Lundarbeitinni. Mér hefur ekki tek- ist að finna neina beit að öllu líka henni. Næst kemst flokkur tungu- lagaðra beita með samskonar munstri úr tveimur samhliða röðum með hlaupandi hundi, sem snúa þó á hinn veginn (6. mynd). Þessar beitir eru í fornleifafundum úr Smálöndum (áðurnefndum Furen- fundi) og frá Gotlandi í Svíþjóð, frá Lettlandi, Suður-Póllandi og Rússlandi allt austur til Jaroslavl-svæðisins við efri Volgu. Sama munstur er á hornlaga beit frá sunnanverðu Finnlandi, og þar veit miðblaðið á pálmettunum fram í hornið, eins og á Lundarbeitinni. Mjög áþekkt munstur eru á tungulagaðri beit sem fannst fyrir aust- an Novgorod í Rússlandi, snýr á sama veg og á íslensku beitinni, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.