Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 102
108
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að bein sambönd við Austurlönd hafi orðið gloppótt á 11. öld. Þannig1
dvínaði t.a.m. myntastraumurinn frá kalífaríkinu undir lok 10. aldar
og stöðvaðist með öllu nokkrum árum eftir aldamótin 1000. En á 11.
öld var sambandið við Rússland og Býsans mjög gróskumikið, og
austurlensku áhrifin í list og menningu eru til marks um að óbeina
sambandið við Austurlönd hafi verið umtalsvert. Dæmi eru einnig um
beint samband við íslömsku Austurlönd: Giftusnauð herferð Ingvars
víðförla til Serklands (þ. e. íslömsku landanna), sem kunnugt er um
af austursænskum rúnasteinum og íslenskum heimildum, og píla-
grímaferðir til Jórsala, sem einnig er traust vitneskja um á austur-
sænskum rúnaletrum og það frá því fyrir daga hinna fyrstu kristnu
kynslóða.13 Svipaðar beitir og austurlensku beitirnar í Norður-Evr-
ópu frá því seint á víkingaöld finnast alla leið austur í Síberíu, og í
íslömsku löndunum eru, eins og áður segir, svo fáar beitir þekktar,
að við getum ekki gert okkur grein fyrir hvernig beitirnar iitu út
þar. Við verðum því að hafa fyrir satt að flestar þær beitir sem á
Norðurlöndum hafa fundist, jafnvel frá því seint á víkingaöld, hafi
verið búnar til á ýmsum stöðum í Rússlandi, en missa þó ekki sjónar
á þeim kosti að nokkrar þeirra kunni að vera upprunnar enn lengra
til suðausturs.
U'p'pruni o(i aldur Lundarbeitarinnar.
Eins og fram hefur komið höfum við enn mjög litla getu til að
fullyrða neitt um uppruna einstakra austurlenskra beita sem fund-
ist hafa. Tungulagaðar beitir eru fjölmargar meðal austurlenskra
beita í Norður-Evrópu frá víkingaöld. Skreytið á þeim er venjulega
akantusteinungar, staflaðar pálmettur, eða sambland af teinungum
og pálmettum. Oft eru efnisatriðin mjög stílfærð og hafa oft einkenni
undningamunsturs eins og t. d. á Lundarbeitinni. Mér hefur ekki tek-
ist að finna neina beit að öllu líka henni. Næst kemst flokkur tungu-
lagaðra beita með samskonar munstri úr tveimur samhliða röðum
með hlaupandi hundi, sem snúa þó á hinn veginn (6. mynd). Þessar
beitir eru í fornleifafundum úr Smálöndum (áðurnefndum Furen-
fundi) og frá Gotlandi í Svíþjóð, frá Lettlandi, Suður-Póllandi og
Rússlandi allt austur til Jaroslavl-svæðisins við efri Volgu. Sama
munstur er á hornlaga beit frá sunnanverðu Finnlandi, og þar veit
miðblaðið á pálmettunum fram í hornið, eins og á Lundarbeitinni.
Mjög áþekkt munstur eru á tungulagaðri beit sem fannst fyrir aust-
an Novgorod í Rússlandi, snýr á sama veg og á íslensku beitinni, en