Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Qupperneq 116
122
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ardyra í sömu röð voru tvær skemmur. 1 þeirri, sem nær var, voru
geymd reiðtygi og amboð, en einnig eldiviður. Þegar eldiviður var
fluttur heim á haustin, var ég oft „hleðslustjóri“ í skemmunni, og
þegar hækka tók í hlaðanum, gat ég gamnað mér við að skoða út-
skornar myndir uppi í rjáfrinu. Þar voru nokkrar útskornar fjalir,
sem nú munu löngu komnar suður á Þjóðminjasafn. Fjalir þessar
voru fengnar frá Flatatungu ásamt öyörum viö, þegar faðir minn
reisti slcemmuna (lbr. mín). Mér varð oft ánægjuleg biðin eftir eldi-
viðnum, er ég rýndi á þessar myndir. Þarna gat að líta menn, skepn-
ur, hendur og fætur og ýmsa muni. Talið var, að Þórður hreða hefði
látið gera þetta.“
Guðrún Sveinsdóttir nefnir ekki útskurð frá Flatatungu annars
staðar í bæjarhúsunum en skemmu þeirri sem nú var lýst.
Hér gengur til fulls upp það dæmi, hvers vegna Kálund skyldi
vita til Hlíðarfjalanna eftir ferð sína um Skagafjörð 1874, en hvorki
Jónas Hallgrímsson né Sigurður málari. Það var sem sagt ekki fyrr
en eftir 1871, þegar Sveinn Guðmundsson hafði sett bú í Bjarna-
staðahlíð, að hinn býzanski dómsdagur var bundinn í klyfjar á Flata-
tunguhlaði og fluttur fram eftir „ásamt öðrum við“. Hagræði hefur
það verið fyrir Svein bónda að fá smíðavið úti á Kjálka, „þar allir
aðflutningar, einkum trjáviðarins“ voru jafn torveldir í Dölum og
Jón prestur hefur á orði.
Eg gerði atrennu að því að finna nálcvæmlega hvenær Sveinn í
Bjarnastaðahlíð verður sér úti um skemmuviðinn, leitaði m.a. í upp-
boðsbókum, en varð einskis vísari. Ágizkun mín er árið 1872. Þá
verða ábúendaskipti í Flatatungu: Gísli Stefánsson, bóndi á jörðinni
frá 1828, bregður búi og Jón Pálsson, sem bjó eitt ár á móti honum,
deyr hinn 21. marz 1872, en við jörðinni tekur Jón sonur Gísla Stef-
ánssonar. Hann bjó síðan í Flatatungu til 1883, að hann fluttist vest-
ur um haf.21
í febrúar 1977
Tilvísanir
1—3 Islendinga sögur VI, Rvk 1946, bls. 446, 466, 485.
4—6 Lárus Sigurbjörnsson: Þáttur Sigurðar málara, Rvk 1954, bls. 100—101.
7 Kristján Eldjárn: Ræða við doktorspróf 16. janúar 1960; Árbók hins
íslenzka fornleifafélags 1960, bls. 100.
8 Selma Jónsdóttir: Byzönslc dómsdagsmynd í Flatatungu, Rvk. 1959, bls.
47.
9 Rit eftir Jónas Hallgrímsson III, Rvk [án ártals], bls. 272.
10 Sama II, bls. 27.