Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 124
130
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
báðum ítarleg skil,7 sem og raunar í grein sem birtist sama ár, „Der
islándische Gewichtwebstuhl in neuer Deutung/'8
Þremur árum áður eða 1961, kom út hér á landi seinna bindið af
Öldinni átjándu í samantekt Jóns Helgasonar, myndskreytt mjög, og
hafði greinilega víða verið leitað fanga í þeim efnum.9 Þar var á
blaðsíðu 124 teikning af íslenskum vefstað (1. mynd) sem um margt
svipaði til ofangreindra tveggja mynda. Enda reyndist hún við eftir-
grennslan vera prentuð eftir teikningu í dagbókarhandriti Olaviusar
frá ferð hans hér á landi sumarið 1777, varðveittu í Þjóðskjalasafni
Islands, en handrit þetta, Þjskjs. Rtk. 492, kom til safnsins með
skjölum frá Rentukammerinu danska 1928.10 Mun það vera eigin-
handarrit Olaviusar.11 Á titilblað þess er skrifað: „Reise Journal
over Nordlandet fra Huusevig til Steingrimsfjorden Aar 1777 ved
Olaus Olavius."
Þess er hvergi getið á prenti svo höfundi sé kunnugt, að Olavius
hafi verið drátthagur. En af athugun á teikningu þessari og öðrum í
ofangreindri dagbók hans og samanburði á þeim við mynd á lausu
blaði sem hann í meðfylgjandi bréfi segist hafa gert sjálfur í Islands-
ferð sinni 1775,12 má ætla að vefstaðarteikning þessi sé gerð af Ola-
viusi.13 Þessu til stuðnings eru þó ekki hvað síst nokkur atriði í frá-
gangi vefstaðarins, sem á þessari teikningu eru með öðrum hætti en
á teikningu Sæmundar í Nks. 1093 fok, sbr. lokakafla þessarar grein-
ar. Þar sem teikningin í Rtk 492 mun einungis hafa verið prentuð í
fyrrgreindri bók Jóns Helgasonar og þar án skýringa um uppruna,
þótti rétt að birta hana á ný ásamt hinum tveimur (3. og 4. mynd),
ef hún mætti verða áhugamönnum um íslenska vefstaðinn til glöggv-
unar.
Er farið var að huga nánar að myndum þessum öllum, kom enn
ein vefstaðarteikningin í ljós (2. mynd) í öðru eintaki af ferðadag-
bók Olaviusar frá 1777 varðveittu í Konungsbókhlöðu í Höfn, Nks.
1092 fol.,14 og sýnist það handrit einnig vera eiginhandarrit höf-
undar.15 Er vefstaðurinn á mynd þessari, nr. 14 í handritinu, enn
frábrugðinn hinum þremur, en þó náskyldur, og má ætla að einnig
hann sé teiknaður af Olaviusi. Kemur þar tvennt til; bæði er frá-
gangur vefstaðarins í Nks. 1092 fol. líkur því sem er á Rtk. 492, og
sama handbragð virðist vera á báðum teikningunum, en hvort tveggja
er í ýmsu ólíkt því sem er á vefstaðarmynd Sæmundar í Nks. 1093 fol.
Fróðlegt er að bera myndirnar fjórar saman, en ekki verður farið
að ráði út í þá sáima hér, enda ekki tilgangurinn með þessari grein.
Þó má geta þess að út frá myndunum sjálfum og þeim upplýsingum