Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 129
1. raynd. Mynd úr ÁM H7 .íto, svonefndri Heynesbók, í kafla um brúarhald og
ferju, rituö og lýst líklega á norðurlandi & fyrri hluta 16. aldar.
HÖIl-ÐUR ÁGÚSTSSON
FJÓRAR FORNAR HÚSAMYNDIR
Gögnin um horfinn íslenskan húsakost eru svo sannarlega ekki of
fjölskrúðug, því miður. Af þeim sökum verður sá er þeirra leitar að
tína allt til, hversu smátt sem það kann að sýnast. Sem dæmi má taka
fornar myndir af húsum. Þær er að finna hér og hvar í gömlum hand-
ritum og tréskurði. Flestar eru húsamyndir þessar hluti heildar og
gegna öðru hlutverki en því að veita byggingarsögulegar upplýsing-
ar, eru fremur táknlegar en raunsæjar, enda margar haldlítil gögn
og þarflaust um þau að fjalla. Hinsvegar eru til nokkrar sem vekja
fornhúsafræðingi forvitni og ætla má að geymi raunsönn minni um
húsagerð síns tíma. Hér er einmitt ætlunin að leiða fram fjögur vitni
eftir aldri, eina tréskurðarmynd, tvær handritalýsingar á skinn gerð-
ar og eina pennateikningu á pappír og spyrja: gefa þessar gömlu
skornu, pentuðu og uppteiknuðu myndir einhverja vísbendingu um
horfna húsaskipan, húsagerð eða húsalag?
I
Kirlcjan á Valþjófsstaðahurðinni.
Myndskurðurinn á kirkj uhurðinni frá Valþjófsstað á Héraði er
áreiðanlega eitt af öndvegisverkum íslenskrar listar, norrænnar ligg-
ur mér við að segja. Að minnsta kosti á hann engan sinn líka á liinu