Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 132
138
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
U. mynd. Þilfjöl frá kirkjunni á Herjólfsnesi, eft-
ir Roussell, a) eins og Roussell sýnir liana, b)
eins og höfundur gerir ráð fyrir að hún gæti
hafa snúið.
Valþjófsstað: „Die hier miteingefiigte Architektur zeigt deutlich eine
in Reiswerk aufgefiihrte Bauart. Die Tiire gleicht mit ihren Doppel-
bögen der Tiir an der Stabkirche von Opdal.“6 (6. mynd).
Itariegast fjallar þó annar Þjóðverji, Peter Paulsen, um Valþjófs-
staðakirkj una í hinu mikla riti sínu: Drachenkámpfer, Löwenritter
und die Heinrichsage. Paulsen kallar hana hiklaust stafkirkju, rek-
ur ummæli fyrri rannsókna og bætir þessu við: 1. Hann bendir á dyra-
umbúnað Blomskog kirkju á Vármlandi í Svíþjóð, þar sem vottar fyrir
tvíboga uppdyri líkt og í kirkjunni frá Valþjófsstað (7. mynd). 2.
Hann telur vera samsvörun milli bjórsins á kirkjunni frá Valþjófs-
stað og húsamyndar í upphafsstaf Nikulásarsögu, sem mun vera frá
lokum 14. aldar, nú Perg. 4to nr. 16 í Konungsbókhlöðunni í Stokk-
hólmi. 3. I kirkjugaflinum frá Valþjófsstað sér hann vissa frumgerð
stafverks, sem ætla má eldri kristni. Máli sínu til stuðnings birtir
hann ristu af húsgafli á Sparlösasteininum frá Vestur-Gautlandi.7
Enga ástæðu sé ég til að rengja megin-niðurstöður ofangreindra
fræðimanna. Nokkrar athugasemdir vil ég þó leyfa mér að gera. Er
það öldungis víst að fjölin frá Herjólfsnesi hafi legið svo sem sagt
er? (4. mynd). Hafi svo verið er rishallinn einungis 39° eða 102°
í þak-kverk, sem er ískyggilega lítið þegar um kirkju er að ræða.
Máli sínu til stuðnings segist Roussell hafa fundið þakhalla á húsum
Grænlendinga hinna fornu, sem þessu nemur.8 Ekkert þeirra er þó
kirkja. Eina kirkjan sem hann minnist á er með 45° halla eða 90°