Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 133
FJÓRAR FORNAR HÚSAMYNDIR
139
5. mynd Hedalkirlcja í Valdres
í Noregi, frá fyrrihluta 18. aldar.
R. Hauglid: Norske stavkirker.
í kverk. Það er Hvalseyjarkirkja. Sé þilborðinu hinsvegar snúið lóð-
rétt verður þakgráðan rúmir 50. Getur sá halli staðist? Sé litið til Is-
lands, sem vel er við hæfi, er slíkur þakhalli kunnur á fornum timbur-
kirkjum. Torfkirkjurnar eru yfirleitt krossreistar. Á kirkju þeirri
sem reist var í Skálholti árið 1802 og kalla má síðustu útbrotakirkju
af timbri á Islandi er þakhallinn 54—55°.9 Á Breiðabólstaðarkirkju
í Fljótshlíð, sem reist var 1762, reiknast mér hann nálægt 51°10 og
á Halldórukirkju á Hólum, sem byggð var á árunum 1625-28, virðist
hann vera mjög svipaður.11 Á líkani Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-
núpi á Þjóðminjasafninu, gerðu eftir seinustu útbrotakirkju á Is-
landi úr torfi, er hallinn 52°. Það er því ekkert sem mælir beinlínis
á móti því að þilfjölin frá Herjólfsnesi hafi getað snúið lóðrétt á sín-
um upprunalega stað. Grópin og kanturinn í þversniði hennar sver
sig ekki svo ólíkindalega illa í ætt við algengustu þilgerðir á norsku
stafkirkjunum. Ég fullyrði ekkert um þennan möguleika, en tel þarf-
legt að benda á að hann geti alveg eins komið til greina.
Af hverju er ég að eyða púðri á þetta? 1 fyrsta lagi til að viðra
hugmyndina þar sem tilefni gefst, í annan stað að benda á að bjórinn
á kirkj ugaflinum okkar þarf engan veginn að vera með þeirri tækni
gerður, sem ályktanir Aage Roussells gætu gefið tilefni til að halda.
Þar getur skarsúð alveg eins komið til greina. Bendi ég, máli mínu
til sönnunar, á klæðningu stafkirkjunnar frá Hedal í Valdres (5.
ínynd). önnur athugasemd er um húsmyndina í upphafsstafnum í