Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 136
142
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
og sést svo greinilega á borðinu frá Herjólfsnesi (4. mynd). 1 þriðja
lagi mætti ætla að slík bolhúsklæðning yrði að fá sæti í bita, en merki
þess sjást ekki á kirkjumyndinni frá Valþjófsstað. Hinsvegar getur
skarsúðin hulið hann.
1 tilefni tvíbogauppdyrisins er einnig hægt að varpa fram spurn-
ingu. Er það tilviljun að af þremur kirkjum norrænum sem slíkan
dyraumbúnað hafa haft skuli tvær vera sænskar og sú norska aust-
anfjallskirkja? Hér er ekki spurt til þess að geta svarað heldur til að
vekja athygli á staðreynd sem með viðbótargögnum gæti bent til
suðausturskandinavískra áhrifa. Segja má að þetta sé meira grunur
en haldgóð fræðimennska, engu að síður þyrfti að athuga þetta mál
betur i víðara samhengi og þá getur tvíbogauppdyrið frá Valþjófs-
stað e.t.v. orðið að einhverju liði.
Ljóst er að höfundur skurðverksins á Valþjófsstaðahurðinni, snill-
ingurinn sá, gerði ekki kirkjumyndina með því hugarfari að skrá-
setja óyggjandi staðreynd. Hún er framar öllu hlekkur í heilsteyptu
og glæsilegu listaverki, formeind, sem tákna á vissan þátt í framrás
sögu hans. Engu að síður varð hann að gera áhorfendum sínum kleift
að lesa verk sitt. Til þess urðu myndhlutarnir að skírskota til þeirra,
þeir urðu að kannast við kirkju hans þótt einfölduð væri. Þetta er
auðvitað þekkt aðferð í myndlist og heraldík fyrr og síðar. Gestum
á Valþjófsstað forðum hafa því verið kunnar skurðprýddar vindskeið-
ar, kinkað kolli við skarsúð, samgreyptum standþiljum og tvíboga-
uppdyri. I stuttu máli altimbur-stafkirkjan hefur verið svo algeng
að hún þótti sjálfsögð tákngerving í sögunni af riddaranum góða.
Vitanlega verður þó að hafa í huga að slíkur höfðingi var ekki
lagður til hinstu hvíldar í eða við neina útkirkju.
Hafi fræðimenn á réttu að standa um aldur hurðarinnar, má bæta
því við undir lokin að elsta mynd af kirkju á hinu norræna menn-
ingarsvæði er hvorki norsk, sænsk eða dönsk, hún er íslensk.
II
Vtbrotakirkja í innsigli Reynistabarklausturs.
Eitt af mörgum þarfaverkum Árna Magnússonar var að láta
draga upp myndir af fornum íslenskum innsiglum. Til starfans fékk
hann tvo menn, þá séra Hjalta Þorsteinsson prófast og þúsundþjala-
smið í Vatnsfirði og Magnús Einarsson á Jörfa og Vatnshorni í
Haukadal í Dalasýslu. Handritastofnun Islands gaf út þessi handa-
verk þeirra félaga, Sigilla Islandica I og II, undir ritstjórn Jónasar