Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 140
146
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Flöturinn fyrir neðan þakskeggið er hliðarveggur hákirkjunnar.
Dílarnir í þessum fleti gætu hæglega átt að vera gluggar, a.m.k. er
þeirra þar að vænta eins og sjá má á Borgundarkirkju (10. mynd).
Næst skulum við virða fyrir okkur neðri hluta kirkjunnar á inn-
siglinu og teikningu af Borgundarkirkju eins og norski arkitektinn
Henrik Bull hugsar sér hana í upprunalegum búningi, án spóns og
umganga (11. mynd). Hákirkjan eða miðiskipið í Borgund nær upp
fyrir útbrotin eða hliðarskipið. Útbrotið umlykur reyndar háskipið
allt. Þak kirkju og útbrota er lagt skarsúð, en veggir eru með hinu
kunna stafverkslagi, þ.e.a.s. digrir stafir og langtré mynda ramma
fyrir þilborð, sem greypt eru inn í uppistöðutrén. Ef við berum
saman neðsta hluta innsigliskirkjunnar og Borgundarkirkju þá er
svipurinn sláandi líkur. Eini raunverulegi munurinn er sá að dyr eru
á útbrotavegg kirkjunnar í Borgund. Þiljustrikin sverja sig í ættir
saman, aursyllulínurnar einnig. Hornstafir sjást að vísu ekki með
vissu á kirkjunni frá Reynistað, en það gæti hafa vottað fyrir þeim
á innsiglinu sjálfu, til þess benda tvístrikin við enda útbrota. Fyrir
staflægju eða syllu vottar ekki á innsiglisteikningunni, á Borgundar-
teikningunni ekki heldur. Þar vitum við þó örugglega af henni. Skýr-
ingin er sú að þakskeggið hylur hana, Það sama gæti auðvitað gilt
um innsigliskirkjuna.
Ekki er eins auðvelt að vísa á jafn augljósar heimildir fyrir slík-
um þilvegg og gert var við spónþakið. Víða er þó að finna vísbend-
ingar á borð við eftirfarandi lýsingu á útbrotaþili Þingeyraklausturs-
Kirkju frá árinu 1684: „standþil undir útbrotasyllum víða laskað, aur-
slár sunnanverðu nýlega ílátnar, norðan fram fyrnri“.19 Áður er get-
íð um „útbrotastöpla“. Hér eru þá komin öll tré stafverksveggjar:
aursláin eða aursyllan, stöplarnir eða stafirnir, staflægjan eða syll-
an og þilið, líkt og í Borgund og á innsiglismyndinni. Fleiri dæmi
mætti nefna en þetta verður að nægja. Einn grundvallarmunur er
á gerð þilveggjar innsiglismyndarinnar og þeirra heimilda íslenskra,
sem sæmilega skilgóðar eru um slíkt stafverksþil. Hann er sá, að þilið
í innsiglinu gengur í heilu lagi horna í millum, en í hinum rituðu
heimildum er svo að sjá sem því sé deilt í fleiri þætti með stöplum
eða stöfum. 1 Noregi er dæmi að finna um slíkar þilgerðir, en þau
eru mun færri. Innsiglismyndin gæti því verið vitnisburður um gerð
þils á borð við það frá Borgund, og hvergi er annars staðar að finna
í íslenskum heimildum.
Bersýnilegt er að höfundur innsigliskirkj unnar hefur viljað gefa
vísbendingu um að kirkjan, er hann styðst við, hafi verið með mis-