Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 144
150
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
I
llf. mynd. Hluti úr mynd í ÁM 147
4to, sjá 1. mynd.
15. mynd. Ga.fl skálans á Keldum á
Rangárvöllum. Ljósm. H. Á.
bjórnum eru fjögur strik lóðrétt, tvö og tvö beggja vegna glugga og
með nokkurn veginn jöfnu bili á milli. Við dyr eru tvö strik. Á hægri
dyrastaf er teiknaður ferhyrningur og nær út á hurð og getur tæpast
verið annað en lás, þá kemur bogi og uppaf honum fjögur strik, tvö
af enda boga og ganga upp að neðra þverstriki og tvö af honum miðj-
um, með litlu bili á milli og ganga einnig upp að sama þverstriki.
Þetta trúi ég séu dróttir. Milli hornstafastrika og dyra er ekkert strik
vinstra megin en eitt hægra megin.
Að sjálfsögðu gegnir sama máli um húsið í Heynesbók og þau sem
hér á undan hefur verið fjallað um, það er ekki nákvæm eftirmynd,
tilgangur þess er annar en að veita upplýsingar um smíð og upp-
byggingu. Höfundur hefur þó stuðst við eitthvað sem hann þekkti,
það sést greinilega á búningateikningunum. Til þess að átta sig betur
á sanngildi hússins í Heynesbók skulum við bera rissið af því saman
við teikningar af tveim húsum. Annað er Holtálen kirkja frá Þránd-
heimi, hitt skálinn á Keldum á Rangárvöllum, hvorttveggja gafl-
myndir (14., 15. og 16. mynd). Brjóstþil Holtálenkirkju mark-
ast af digrum hornstöfum, aurslá, þverbita og sperrum. Inn í
þessa grind er þilið fellt. Á miðju hússins eru bogamyndaðar dyr. Á
stafhöfðum og fótum sést annars vegar í enda staflægja og hinsvegar
í enda aursyllna. I sperrum markar fyrir langböndum tveim hvoru
megin. Brjóstþil skálans á Keldum er í megindráttum byggt eins upp,