Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 145
FJÓRAR FORNAR HÚSAMYNDIR
151
16. mynd. Gafl Holtálenkirkju,
Þrándheimi. Teikn.: J. Jervell
Grimelund.
nema ekki vottar fyrir aursylluendum í stöfum, brjóstþilið er opið
um miðju, þverbitinn er einfaldur á Keldum en í þrennu lagi í Holt-
álen og uppdyrið er með öðrum hætti gert. Værum við að rissa upp
slíka húsagerð eftir minni, skyldi útkoman ekki verða eitthvað lík
og hjá teiknara Heynesbókar? Eru ekki hornstafirnir, þverbitinn,
sperrurnar, þilið og dyrnar svipaðar? Það sem á vantar eru aursyll-
urnar neðst, förin eftir aurslárnar og langböndin. Er von til þess að
teiknarinn hafi getað sett þessi atriði inn vegna smæðar myndar-
innar? Aursyllunni hefur hann ekki getað komið fyrir af því myndin
er sett á blaðsíðubrún neðst. Hugsanlegt er og að þær hafi verið og
blaðið skaddast neðst.
Sameiginleg Heyneshúsinu og skálanum á Keldum er gerð uppdyr-
is, hinar svokölluðu dróttir, sem hvergi finnst skýrt dæmi um utan
Islands. Dróttir eru gerðar úr þrem hlutum, hornstykkjum tveim,
sem ganga í gróp á dyrustaf og bita, og slagspæni, fleygmyndaðri
fjöl, sem slegin er milli hornstykkjanna í gróp á þeim og bita. Einn
er þó munur á dróttum skálans á Keldum og Heyneshúsinu. Ef marka
niá teikninguna ganga dyrustafastrikin einungis upp að dróttunum,
en ekki í bita líkt og á Keldum. Annaðhvort er hér um ónákvæmni
teiknarans að ræða eða dyrustafir eru á bak dróttum og þær felldar
í þil. Slíkt fyrirkomulag er óþekkt. Þar með er ekki sagt að það hafi
ekki getað verið til. Úr því verður ekki skorið. Ekki er þó annað að