Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 147
fjórar fornar húsamyndir
153
17. mynd. Mynd úr ÁM 345 fol., svonefndri Reykjabók, í kafla um upphald húsa
og um veggjahleðslu, rituð og lýst á seinni hluta 16. aldar.
IV
Bóndagaröur í Reykjabók.
Sjálfsagt hafa fá rit verið lesin oftar á Islandi en Jónsbók, að
Biblíunni ekki undanskildri, og þarf engan að undra. 1 hana voru
skráð lögin er sögðu til um skipan þjóðfélagsins, hegðun manna og
samskipti, verslun og kaupslag, búskap og bygging. Vel og viturlega
hefur hún verið samansett í öndverðu og vel hefur hún hæft hinu ís-
lenska bændasamfélagi, því segja má að lagastafir hennar hafi gilt
óslitið um aldaraðir og eftir sumum farið enn þann dag í dag. Ekki
er því að kynja þótt uppskriftir hennar séu legió og í þeim kenni
margra grasa um búnað og útlit, allt frá snifsum uppí forkunnar
fagra bókagerð á borð við Skarðsbók.
1 kaflanum hér á undan sáum við brot af vinnubrögðum þess er
Heynesbók ritaði. Nú skulum við líta á aðra uppskrift, svonefnda
Reykjabók, komna frá Einari Isleifssyni frá Reykjum í Mosfells-
sveit til Árna Magnússonar. Hún ber safnnúmerið ÁM 345 fol, og
talin frá seinni hluta 16. aldar.
I kaflanum um upphald húsa og um veggjahleðslu í landsleigubálki
er elsta mynd mér kunn af íslenskum bóndabæ (17. mynd). Valtýr
Guðmundsson kynnti fyrstur manna þessa mynd í bók sinni „Privat-
boligen pá Island i sagatiden“ árið 1889 að undirlagi Kristians Ká-
lund.-2 Valtýr gerir enga tilraun til þess að skýra bóndagarðinn í
Reykjabók nánar. Hann tekur teikninguna einungis inn í safn dæma