Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 149
fjórar fornar húsamyndir
155
19. mynd. Sýslumannssetrið á Setbergi við Hafnarfjörð. Teikning gerð í leið-
angri Josephs Banks árið 1772. Nú í Britisli Museuvi.
of vel að sér í rúmfræði og því getur orðið nokkuð snúið að leysa
úr línukerfinu bak langhússins. Greinilegt er þó að fyrsta húsið í röð-
inni er hægra megin við burstina. Því hallar og hluti af vegg þess
kemur upp fyrir mæni langhússins. Það er með burstaþaki og á því
samskonar línur sem á langhúsi. Aftan við þetta skáhús kemur ann-
að, í sömu stefnu og langhús, vinstra megin við burst, með bylgjulín-
um á þaki og út úr því lægra hús með færri línum og sveigðara þaki.
Næst kemur svo húsið fyrir miðju, einskonar strympa eða þríhyrn-
ingur með lóðréttri miðlínu og smákroti. Hér gæti höfundur verið
að reyna að sýna þak sem snéri hornrétt á langhús og hin húsin, eins
og sjáist ofan á mæninn. Til hliðar við það vinstra megin og aftur
af parhúsunum grillir svo í fimmta þakið með tveimur hlykkjóttum
línum innan sinna marka. Við enda langhússins og hornrétt á það
er að lokum stórt og myndarlegt hús með dyrum bogadregnum á miðj-
um stafni. Teiknarinn hefur lent í vandræðum með vinstri hlið þess
að neðan og klúðrað línum. Hann hefir viljað sýna að hús þetta næði
fram úr langhúsinu.
Á hlaðinu fyrir framan bæinn er annarsvegar línukrans, sem
gæti átt að þýða sorphaug, hinsvegar hús, snýr líkt og skemman, með
dyr á stafni, buglínum á þaki, skástrikum við ups og tvöföldu striki
undir dyrum. Við hægri hlið þess er svartur depill með ljósum fleti
umhverfis, sem ekki er gott að segja hvað merkja á, e.t.v. er þetta
skemmd í handriti. Enn utar á hlaðinu eru svo áreiðanlega gripahús
eins og Aage Roussell benti á, tvö og stendur annað hornrétt á hitt.
Fyrir framan það sem eftir myndfleti liggur er teiknað dýr með
hornum og löngum hala, eflaust nautpeningur og á að sýna hvers
kyns er. Burst er á því með dyrum en á mæni hlykkur og merkir
sjálfsagt vindauga. Ekki er ljóst hvort burstin er á hlið þess eða hún
sé í rauninni gafl hússins. Aftur af því er dökk boglína og innan