Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 150
156
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
20. mynd. Breiöabólstaðir á Álftanesi. Teikning gerð af Ohlsen 1806. Vr
Nyt Bibliothek for Physik, Medicin og Oeconomi, 8. I)., Kbh. 1805, bls. UUU—A8.
hennar fletir hver uppaf öðrum. Sá fyrsti er stærstur með grisjuðum
skálínum og punktum, annars eðlis en hinir tveir, sem eru samstæð-
ir að gerð, mislangir þó, með hlykkjóttum línum samskonar og eru
á þökum húsanna, en liggja lóðrétt, með jöfnu bili á milli á þeim
efsta en ójafnara á miðfletinum. Þetta hljóta að vera heystakkar
tveir með heytorfi, í heytóft eða garði. Við enda hússins, með nautinu
fyrir framan, er að lokum annað hús hornrétt á það og gengur hey-
garðurinn á milli þeirra. Á því er burst og bogmyndaðar dyr og sést
á báðar hliðar þess, enda þótt svo ætti ekki að vera samkvæmt nú-
tíma teiknarareglum. Hlykkjótt lína markar myndflötinn og gæti átt
að sýna túnjaðar.
Enn skulum við leita samanburðar áður lengra er haldið og enn
nemum við staðar á Keldum á Rangárvöllum, á hlaðinu þar og virð-
um fyrir okkur framhlið bæjarins (18. mynd). Er ekki svipmótið
líkt á myndinni í Reykjabók? Langhús með burst í miðju. Glugginn
í torfveggnum var settur á þessari öld.
Til eru nokkrar bæjarmyndir frá seinni hluta 18. aldar og fyrri
hluta þeirrar 19. er sýna þetta bæjarlag. Ég læt hér fylgja tvö sýn-
ishorn, teikningar af sýslumannssetrinu á Setbergi við Hafnarfjörð
og Breiðabólstöðum á Álftanesi sem kalla má meðaljörð (19. og 20.
mynd). Sú fyrri er gerð 1772 en sú síðarnefnda 1806. Hér er auð-
sæilega um sömu bæjargerðir að ræða og á Keldum og í Reykjabók.
Eftir þeim rannsóknum sem ég hefi gert á húsakosti 18. og 19. aldar
er þetta sú bæjarskipan sem algengust var áður en burstabærinn
ruddi sér til rúms. Við getum kallað hana fornugerð.