Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 152
158
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Að landsvenju eru algengustu bakhús gangabæjarins eldhús, búr
og baðstofa. Víða sunnanlands voru þó útieldhús og búr inn af skál-
um. Á Keldum t. d. aðeins eitt bakhús, eldhús, en fyrir miðja 19. öld
baðstofa.24 Á teikningu Ohlsens af Breiðabólstöðum á Álftanesi eru
bakhúsin hinsvegar fimm líkt og á bóndagarðinum í Reykjabók. Án
þess að vilja fullyrða nokkuð er vel hægt að ímynda sér að húsin tvö
næst langhúsi séu eldhús og búr og þá væri strympan baðstofan. Lík-
legra þætti mér að búrið væri á vinstri hönd, þar sem húsin eru tvö,
annað stærra, hitt minna. Algengt var að búr væru fleiri en eitt.
Ef sú tilgáta er rétt að höfundur Reykjabókar sé að sýna aftasta
húsið hornrétt á hin, þá er það vissulega ekki algengt fyrirkomulag,
en þó er það þekkt, t. d. í Kúabót, rústunum sem Gísli Gestsson hefur
verið að grafa upp austur í Álftaveri, í Gaulverjabæ um miðja 18. öld
eftir úttekt að dæma og enn má rekast á það norðanlands. Minnsta
þakið á myndinni gæti verið á húsi út úr baðstofu. 1 þennan tíma get-
ur vart verið um annað að ræða en ónstofu. Um frambæjarhúsið er
það að segja, að lengri hluti þess er hugsanlega skáli, en sá styttri
stofa. Þannig er a.m.k. hlutfallið þar sem ég þekki til. Alveg öruggt
tel ég að annað húsið sé skáli. Hitt gæti verið eldhús eða búr og þá
breyttist áðurnefnd tilgáta um bakhúsin. Sé hinsvegar stofa á bæn-
um þá sýnir teikningin í Reykjabók stórbýli, í öllu tilfelli engan smá-
bæ eins og Aage Roussell hélt fram. Óþarfi er að orðlengja það frek-
ar, bóndagarðurinn í Reykjabók er auðvitað dæmi um gamla íslenska
gangabæinn, fornugerð, eins og Valtýr Guðmundsson og Aage Roussell
réttilega benda á, elsti vitnisburður á mynd sem þekktur er.
Tilvitnanir:
1. Magnús Már Lárusson: Maríukirk.i'a og Valþjófsstaðahurðin, Saga II, 1—2,
bls. 84—154.
2. Björn M. Ólsen: Valþjófsstaðahurðin, Árhók hins ísl. fornl.fél. 1885, bls. 37.
3. Guðbrandur Jónsson: Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal, Safn til sögu ís-
lands V, bls. 132
4. E. Salvén: Bonaden frán Skog, Stockholm 1923, bls. 57.
5. Aage Roussell: Farms and Churches in the Mediaeval Settlements of Green-
land, Medd. om Gronland 89, Kbh. 1941, bls. 110.
6. Hermann Phleps: Die noi-wegischen Stabkirchen, Karlsruhe, 1958, myndatexti
við 54. mynd.
7. Peter Paulsen: Drachenkampfer, Löwenritter und die Heinrichsage, Köln
1966, bls. 33—32.
8. Sama tilvitnun og í 5.
9. Sjá Voyage en Islande, ljóspr. Rvík 1967, Plan de Skálholt en 1836.
10. Sama rit bls. 55.