Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 155
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS 1976
161
er. Sá þáttur sögunnar sem kenna má við þjóðhætti er þar engin
undantekning.
1 ágústmánuði 1976 fór ég með Jóhanni L. Gíslasyni skipasmið vest-
ur í Breiðafjörð og norður í Strandasýslu. Hann mældi á hvorum
stað þrjá gamla báta. Jóhann hefur unnið að teikningu af þessum sex
bátum, en ekki er þeim lokið.
Langt er síðan ég byrjaði að huga að efni bátakaflans, auk teikn-
mga. Nokkuð hef ég gert að því samfara kaflanum um rekaviðinn,
en þar er í mörg horn að líta. Þótt mikið hafi þegar verið fullsamið
af efni í sjávarháttarit mitt verður sennilega fyrst unnt að byrja út-
gáfu á því er lokið hefur verið að semja þáttinn um bátinn. Upp í
ermi mína vil ég engu lofa að svo stöddu hvenær mér lánast að setja
lokapunkt aftan við hann. En að honum mun ég alfarið beita mér
næst.“
Þjóðminjavörður fékk leyfi frá störfum til dvalar erlendis um
þriggja mánaða skeið, sem hófst 10. desember. Gegndi Gísli Gestsson
1. safnvörður embætti hans þann tíma.
Margrét Gísladóttir handavinnukennari vann í safninu um sumarið
að viðgerð og hreinsun altarisdúks, handlína og fleiri textíla, auk
þess sem hún vann að uppsetningu sýningarinnar Brúðkaup og brúð-
arskart.
Þá vann Sólveig Georgsdóttir þjóðháttafræðinemi í safninu um
tíma á haustmánuðum að skráningu og frágangi efniviðar frá þjóð-
háttasöfnun þeirri sem getið verður hér á eftir.
Árni Björnsson safnvörður hefur samið eftirfarandi skýrslu um
söfnun þjóðháttadeildar á árinu svo og þjóðháttasöfnun stúdenta
sem unnið var að um sumarið og var mjög yfirgripsmikil:
,,Á árinu voru að venju sendar út tvær spurningaskrár, nr. 33 og
34. Fjallaði hin fyrri um sauðfé, fjárhús, fénaðarhirðingu og fóðrun,
en hin síðari um jarðabætur. Auk þess var dreift endurskoðaðri gerð
af 6. spurningaskrá um nýtingu mjólkur og nefndist hún ílát og áhöld.
Var það gert í tengslum við söfnunarstarf stúdenta um sumarið, sem
síðar verður vikið að.
Á árinu bættust 245 númer í heimildaskrá safnsins, og voru þau
því í árslok orðin 4052. Lokið var að mestu við að gera atriðisorða-
skrár yfir þær heimildir sem ekki eru bein svör við í spurningaskrám.
Safnvörður deildarinnar sótti fund framkvæmdanefndar Norrænu
þjóðfræðistofnunarinnar í Turku, Finnlandi, um mánaðamótin jan-
11