Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 158
164
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Fjárhagsáætlun þessarar framkvæmdar nam alls um 10 milljónum
eða um hálfri milljón á hvern safnara. Var þar um að ræða laun í 3
mánuði, farartækjakostnað, fæði, gistingu, símakostnað, pappír, frí-
merki o.s.frv. auk undirbúningskostnaðar og úrvinnslu. Þessu fé hef-
ur að mestu leyti tekizt að safna.
Fjáröflun fór aðallega fram með þeim hætti, að fjárbónarbréf
ásamt greinargerð um verkefnið voru send nær öllum sveitarfélögum
á landinu, kaupfélögum, búnaðarsamtökum, kvenfélögum, ungmenna-
félögum, sparisjóðum og fleiri aðilum. Alls voru send milli 6—700
slík bréf og haldnir kynningarfundir í flestum sýslum landsins. Að
þessu og öðrum undirbúningi unnu sumir stúdentanna vikum eða
mánuðum saman að mestu leyti í sjálfboðavinnu.
Á þennan hátt söfnðust um 8 milljónir kr., en rúm milljón kom
frá nokkrum stærri aðilum, og áttu þar drýgstan hlut Sáttmálasj óð-
ur, Samband íslenskra samvinnufélaga, Stéttarsamband bænda og
Brunabótafélag Islands. Þá veitti Þjóðminjasafn Islands margvís-
legan stuðning og aðstöðu við þessa framkvæmd, svo og Sagnfræði-
stofnun Háskóla Islands.
Talsverðan tíma tók hinsvegar að fá suma aðila til að taka ákvörð-
un, svo og að innheimta nokkur fjárframlög, sem vilyrði höfðu feng-
izt fyrir. Kom þetta nokkuð niður á hinni eiginlegu vinnu safnar-
anna. Oftar var þó um að ræða tæknilega seinkun á afgreiðslu fjárins
en beina tregðu. Þó heyrðust þær raddir hjá sumum sveitarfélögum,
að ríkisvaldið hefði nýskeð velt svo miklum verkefnum yfir á þau,
að ekki væri á bætandi.
Samt sem áður tókst þessi tilraun og sannaði:
1) að til voru í landinu nægir peningar til slíkra verkefna, og
2) að mjög jákvæður vilji og skilningur var almennur hjá fólki
á nauðsyn þess að bjarga þvílíkum heimildum hið bráðasta.
Hinsvegar er áðurnefnd fjáröflunaraðferð svo tímafrek, að vafa-
mál er, hvort rétt þætti að beita henni í annað sinn. Það eru léleg
vinnuvísindi, ef öflun fjár til starfsins kemur niður á starfinu sjálfu.
Þessvegna væri einfaldast, að Alþingi veitti í staðinn sem svaraði
100 kr. á hvern skattgreiðanda á landinu til þessara verkefna, og
ólíklegt, að það mæltist nokkurs staðar illa fyrir.“
Óbeinn ávöxtur þessa starfs var svohljóðandi þingsályktunartil-
laga, sem samþykkt var samhljóða á Alþingi 29. apríl 1977:
„Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera ráðstafanir til
að efla eins og fært þykir þá söfnun og úrvinnslu íslenskra þjóð-