Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 159
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS 1976
165
fræða, sem fram fer á vegum þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Is-
lands og- Stofnunar Árna Magnússonar á lslandi.“
Haustið 1976 var í samvinnu við Sagnfræðistofnun Háskóla Islands
og Stofnun Árna Magnússonar hleypt af stokkunum samkeppni um
minningarskrif fólks eldra en 67 ára. Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið veitti ómetanlega aðstoð með því að dreifingakerfi Trygg-
ingastofnunar ríkisins var notað til að koma spurningalistanum til
allra eftirlaunaþega í landinu. Skilafrestur var þá ákveðinn til 1.
nóvember 1977. Nánar verður skýrt frá uppskeru þessarar aðgerðar
í skýrslu næsta árs“.
Að öðru leyti er ekkert sérstakt að taka fram um safnstörfin inn-
an veggja safnhússins, en þau eru svipuð frá ári til árs, skráningar-
störf ýmiss konar, hvers kyns vinna við safngripi, fyrirgreiðsla við
gesti og fræðimenn og rannsóknarverk eftir föngum.
Safnið varð að rýma geymsluskemmu þá sem það hefur haft á
leigu í Hafnarfjarðarhrauni undanfarin ár undir hluti af stærra tagi,
sem ekki var rúm fyrir annars staðar. Var allt sem hægt var flutt
í geymslu að Bessastöðum, en annað, svo sem stórviði til viðgerðar
Viðeyjarstofu og gufuvélina stóru úr fiskhúsi Allianee, varð að setja
niður úti á safnsvæðinu í Árbæ, en ætlunin er síðan að setja það inn
í stærra Vopnafjarðarhúsið, Beykisbúð, er það rís. 1 önnur hús var
ekki að venda með þá liluti, en safnið hefur ekki bolmagn til að taka
á leigu dýrt geymsluhúsnæði.
Sýningar og aösókn.
Skráðir safngestir voru 33.929, en sú tala segir ekki allt um gesta-
fjöldann, því að fjölmargir, sem ekki eru skráðir, koma í safnið utan
sýningartíma, bæði í hópum og einstaklingar. Nemendaheimsóknir
voru með sama sniði og áður og annaðist Björn Birnir kennari þær
á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Nemendur sem komu í
safnið voru alls 1397.
Safnið hafði tvær sýningar í Bogasal á árinu, á Iðnminjasafninu
svokallaða sem Iðnminjasafnsnefndin afhenti því til eignar í upphafi
ársins, og sýninguna Brúðkaup og brúðarskart.
Iðnminj asafninu söfnuðu iðnaðarmenn á sínum tíma, mest fyrir
forgöngu Sveinbjörns Jónssonar forstjóra, og var upphaflega ætlun-
in að koma því fyrir til sýnis í húsi Iðnskólans í Reykjavík, en safnið