Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 160
166
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
er einkum smíðisgripir iðnaðarmanna, sveinsstykki og uppfinningar,
svo og áhöld og hlutar af verkstæðum. Þegar árin liðu og ekki virtist
geta orðið af þessari fyrirætlan samþykkti Iðnþing að afhenda Þjóð-
minjasafninu safngripina alla í þeim tilgangi að þeim yrði síðan kom-
ið fyrir er aðstæður leyfa í sýningarsölum safnsins. — Sýningin á
Iðnminjasafninu stóð frá 10. mars til 4. apríl og var vel sótt, en til
viðbótar þessum nýja safnauka voru sýndir þar ýmsir hlutir úr fór-
um Þjóðminjasafnsins, sama eðlis og hinir. Hjálmtýr Heiðdal aug-
lýsingateiknari sá um uppsetningu sýningarinnar.
Sýningin Brúðkaup og brúðarskart var að hluta til íslenski hlutinn
af stórri evrópskri brúðkaupssýningu sem haldin var í Antwerpen
1975, en miklu var hér aukið við. Jóhannes Jóhannesson listmálari
annaðist uppsetningu sýningarinnar í samráði við Elsu E. Guðjóns-
son safnvörð.
Sýningar í Bogasal urðu á árinu sem hér segir:
Iðnminjasýningin, 10. mars—4. apríl.
Jón Bctldvinsson, málverkasýning, 17.—25. apríl.
Björg Isaksdóttir, málverkasýning, 1.—9. maí.
Jakob Jónsson, málverkasýning, 15.—23. maí.
Listahátíð, sýning á myndum Dunganons, í júní.
Brúðkaup og brúöarskart, 4. ágúst—26. september.
Þórdts Tryggvadóttir, málverkasýning, 2.—10. október.
Safnauki.
Alls voru færðar 115 innfærslur í aðfangabók safnsins og var þá
oft um að ræða fjölmarga hluti í sömu færslu þannig að hlutirnir
sem safninu bárust eru mun fleiri en færslurnar segja til um. Helstu
hlutimir sem bárust eru þessir:
Vatnslitamynd af Önnu Bjarnarson, dóttur Björns sýslumanns
Bjarnarsonar á Sauðafelli, máluð af W. G. Collingwood, gef. Guðný
Ása Ottesen, San Francisco; lönminjasafn, sem samtök iðnaðar-
manna hafa safnað undanfarna áratugi, afhent af Iðnminjasafns-
nefnd; glitsaumaö sööuláklæöi, gef. Magnús Harðarson, Kópavogi;
ýmsir hlutir og bréf úr eigu Jóns Sveinbjörnssonar konungsritara,
gef. Erling Sveinbjörnsson, Kaupmannahöfn; hringnæla frá miðöld-
um, gef. Sigurður Skúlason, R.; líkan af bæ og kirkju í Vallanesi á
Héraði í upphafi þessarar aldar, gef. Páll Magnússon frá Vallanesi;