Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 162
168
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
árum. Hann var fyrst í eigu Búnaðarsambands Vindhælis- og Engi-
hlíðarhreppa.
Þess skal getið með þökkum að Grétar Eiríksson tæknifræðingur
gaf safninu gott og vandað teikniborð.
Fornleifarannsókmr og fornleifavarsla.
Um haustið lauk Gísli Gestsson við rannsókn bæjarins í Álftaveri,
sem skýrt hefur verið frá í skýrslum undanfarinna ára. Reyndist
bærinn vera gríðarstór, vafalaust frá síðmiðöldum og var kirkju-
eða bænhúsrúst á hlaðinu. Rannsókn þessi hlýtur að teljast með hin-
um merkustu sinnar tegundar hérlendis, en þarna hefur þó staðið
byggð lengur en tókst að rannsaka, því að sökum vatnsaga var
ógerningur að rannsaka eldri byggðarleifar sem vart varð neðar.
Þá var unnið að áframhaldandi rannsókn á Kópavogsþingstað og
mun rannsókn þar nú lokið. Guðrún Sveinbjarnardóttir sá um rann-
sóknina eins og áður, en hún er kostuð af Kópavogskaupstað.
Eftirtaldar fastar fornminjar voru friðlýstar á árinu:
Seljarústir undir Votabergi á Hellisheiði, rústir eyðibýlisins
Kringlu í landi Tungufells í Svarfaðardal, rústir fornbýlis í landi
Beruness við Reyðarfjörð, allar mannaminjar í landi Herdísarvíkur,
rústir eyðibýlisins Hrauntanga á Öxarfjarðarheiði, rústir beitarhús-
anna frá Brekku í Skagafirði, rúst af fjárborg, Grænuborg, og ann-
arrar fjárborgar til, skammt frá Gljúfrasteini í Mosfellssveit.
Ferðir safnmanna.
Ferða Árna Björnssonar á fundi í Helsingfors og í Stokkhólmi er
getið hér að framan, en þjóðminjavörður sótti fund hjá Evrópu-
ráðinu í Strasbourgh í júní ásamt Runólfi Þórarinssyni fulltrúa í
menntamálaráðuneytinu, þar sem rætt var um húsaverndarmál.
Þá fór þjóðminjavörður stutta ferð til Grænlands í ágúst til að
kynnast rannsóknum þeim, sem norrænir fornfræðingar höfðu þá
nýbyrjað á norrænum byggingaleifum í Quordlortoq-dal og í lok árs-
ins sótti hann fund í örebroléni í Svíþjóð um verndun iðnaðarminja.
Gunnar Bjarnason smiður sótti þriggja mánaða námskeið í Nor-
egi í viðgerðum timburhúsa, einkum nafarhúsa, og kynnti sér eftir
megni gamla snikkaraverkið þar að lútandi.