Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 165
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS 1976
171
stuðning- en ella. Var kirkjan færð af grunni og steyptur nýr grunn-
ur og kirkjan síðan rétt öll og máttarviðir endurbættir eftir þörfum.
Var viðgerð að miklu leyti lokið á ytra borði, en skemmdir voru ekki
afarmiklar á kirkjunni nema af broti.
Hafin var viðgerð Mosfellskirkju í Grímsnesi, vandaðrar og merki-
legrar kirkju frá því um miðja síðustu öld. Annaðist Hörður Ágústs-
son umsjá með viðgerðinni.
Heydalakirkjan gamla var tekin á fornleifaskrá en frá henni sagði
í síðustu skýrslu. Ekkert hefur þó verið ákveðið um viðgerð.
Þá var Kirkjuhvammskirkja í Vestur-Húnavatnssýslu tekin á forn-
leifaskrá, en sú kirkja er í góðu standi og þarfnast ekki viðgerðar
að sinni.
Ríkissjóður keypti vesturhelming Nesstofu við Seltjörn af hluta-
félaginu Nesi og afhenti menntamálaráðherra Þjóðminjasafninu
þennan hluta hússins hinn 6. september. Standa nú vonir til að eitt-
hvað fari að ganga með kaupin á hinum hlutanum, en ekki er hægt að
fara af stað með viðgerð eða endurbætur liússins fyrr en það hefur
allt komist á eina hönd.
1 Viðey var nokkuð unnið að viðgerðum á innviðum stofunnar, en
talsvert kapp var lagt á að gera hlöðuna, sem keypt var árið áður,
svo úr garði að þar mætti geyma gamla báta safnsins með góðu móti.
Var síðan komið þangað nokkrum bátum til geymslu, en nokkrir voru
þar fyrir.
Hér má og geta Þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal, en þótt safnið
standi ekki að byggingu hans er Gísli Gestsson í byggingarnefnd
bæjarins og Gunnar Bjarnason vann talsvert á vegum safnsins að
smíðum og uppsetningu timburverksins þar. Bærinn komst undir
þak um haustið og var tréverki þá að miklu leyti lokið.
Byggðasöfn.
Alls voru veittar á fjárlögum kr. 6.250 þús. til sveitarfélaga sem
skiptast að venju í gæslustyrk, sem er helmingur launa gæslumanns
við söfnin, og byggingarstyrk að einum þriðja, svo og viðgerðarstyrk
nokkurra gamalla bygginga. Byggingarstyrkirnir skiptast þannig:
Norska húsið í Stykkishólmi, kr. 300 þús.; Snóksdalskirkja, kr. 100
þús.; Þingeyrakirkja, kr. 200 þús.; Minjasafnið á Akureyri, kr. 400
þús.; Safn Egils Ólafssonar, Ilnjóti, kr. 50 þús.; Heimilisiðnaðarsafn,
Blönduósi, kr. 50 þús.; Gamla búð, Eskifirði, kr. 300 þús.; Byggðasafn
Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga, kr. 100 þús.; Byggðasafn Vest-